Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Létt yfir sauðfjárbændum.
Létt yfir sauðfjárbændum.
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir, núverandi formaður nefndarinnar sem sér um dag sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu.

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd til að standa að gleðidegi til heiðurs sauðkindinni.

Hulda Brynjólfsdóttir

Nefndin tók þá þegar til starfa og var fyrsti gleðidagurinn haldinn í Reiðhöllinni Skeiðvangi á Hvolsvelli í október 2007 og hlaut hann nafnið „Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu“. Mikill áhugi var á sýningunni og mætti fjöldi fólks með lömb til dóms og enn fleiri til að sjá það fallega fé sem var leitt fram til sýningar. Dagurinn hefur verið haldinn á hverju hausti síðan þá og verður nú haldinn í átjánda sinn.

Í byrjun var Einar G. Magnússon formaður nefndarinnar og stýrði deginum af mikilli elju þangað til Lovísa H. Ragnarsdóttir tók við stjórnartaumunum og lagði enn frekari metnað í að sinna deginum. Nú síðustu árin hefur Hulda Brynjólfsdóttir verið formaður og reynir af veikum mætti að feta í fótspor þeirra sem á undan voru.

Þessi hátíðisdagur er orðinn nokkuð hefðbundinn. Reynt er að hafa hann í október þegar menn hafa látið dæma hjarðir sínar og áður en búið er að slátra öllu fé. Fyrstu árin var hann í Skeiðvangi en er nú haldinn til skiptis í reiðhöllunum við Hvolsvöll og við Hellu. Fjöldi fólks kemur á hátíðina til að sjá fallegt fé. Eins eru margir bændur sem koma með fé til að láta meta og raða upp til verðlauna.

Verðlaunin eru líka vegleg. Ragnhildur Magnúsdóttir frá Gýgjarhólskoti skar sauðkindur út úr tré og voru þær verðlaunagripir fyrir efstu sætin. Til eru mörg listaverk eftir Ragnhildi og var heiður að fá gripi hennar sem verðlaunagripi. Ragnhildur lést árið 2016. Blessuð sé minning hennar.

Gunnhildur Jónsdóttir, myndlistarkona frá Berjanesi, hefur nú í nokkuð ár málað myndir af kindum á tréplatta og fá sigurvegarar plattann til eignar.

Gunnhildur Jónsdóttir, myndlistarkona frá Berjanesi, hefur nú í nokkuð ár málað myndir af kindum á tréplatta og fá sigurvegarar plattann til eignar.

Á degi sauðkindarinnar er keppt í flokki hyrndra hrúta og kollóttra hrúta, hyrndra gimbra og kollóttra gimbra og áhorfendur velja litfegursta lamb sýningarinnar. Þá eru veittir farandgripir í nokkrum flokkum, en það er fyrir bestu fimm vetra á ársins á undan sýningarárinu, besta veturgamla hrút og ræktunarbú ársins og miðar það einnig við árið á undan sýningarárinu, enda liggja niðurstöður sama árs ekki fyrir þegar sýningin er haldin.

Lömbin eru stiguð og raðað eftir gæðum og hafa ýmist verið dómarar frá RML sem koma og sjá um að stiga eða fengnir hafa verið fjárglöggir menn til að meta lömbin og raða þeim upp eftir gæðum að þeirra mati. Flykkist fólk í kringum lömbin til að heyra hvaða tölur þau hafa fengið og hver lendir í efstu sætum. Þegar búið er að raða hefur fólk fengið að ganga á röðina og finna sjálfir hvernig átakið er á lömbunum og sannfærast um að dómarnir séu réttir. Þá hafa menn jafnvel falað lömbin til kaups áður en þau komast til baka úr röðuninni enda glæsilegir gripir þarna á ferð og mjög líklegir til kynbóta.

Í haust verður sýningin haldin í 18. sinn og fer hún þetta árið fram í reiðhöllinni á Rangárbökkum við Hellu.

Dómarar frá RML munu byrja að stiga lömbin kl. 10 en svo verður þeim raðað eftir hádegið og byrjar það kl. 13. Í millitíðinni býður Sláturfélag Suðurlands gestum sýningar upp á kjötsúpu. Markaðsborð verða á staðnum og kostur gefinn á að fólk komi með vörur til að selja á staðnum. Þá verður happdrætti með veglegum
vinningum.

Á sýningunni í haust verður hæsti hrútur með ARR gen verðlaunaður sérstaklega og eins og oft áður fær eigandi lambsins með þykkasta bakvöðvann viðurkenningu. Einnig verður hægt að koma með lömb og bjóða til sölu innan hólfsins. Heimilt er að koma með 5 lömb í hvern flokk frá hverjum bæ.

Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook á síðunni „Dagur sauðkindarinnar“.

Það eru allir velkomnir á þennan dag hvort sem er til að sjá fé eða hitta skemmtilegt fólk og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...