Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
RML býður upp á jarðvegssýnatöku og túlkun á niðurstöðum auk áburðaráætlana þegar að því kemur.
RML býður upp á jarðvegssýnatöku og túlkun á niðurstöðum auk áburðaráætlana þegar að því kemur.
Lesendarýni 4. september 2025

Hvernig get ég vitað meira?

Höfundur: Þórey Gylfadóttir, ráðunautur í jarðrækt hjá RML

Matvælaframleiðsla byggir á fjölmörgum þáttum og samspili þeirra á milli. Það þarf þekkingu og reynslu til að ná að árangri, og mikið af hvoru tveggja eigi árangurinn að vera góður. En einn maður getur ekki vitað allt.

Bændur þekkja sitt land best en þó getur verið mjög gagnlegt að vita meira. Með því að láta taka jarðvegssýni er hægt að afla upplýsinga sem geta gefið skýringar á því hvernig hefur gengið og til að undirbúa framtíðina. Gamla góða sýrustigið (pH) getur útskýrt margt ef það er of lágt. Þá hörfar sáðgresið, áborin næringarefni nýtast ekki vel og jarðvegslífið er frekar ósátt. Jarðvegssýni geta líka sagt okkur um stöðu aðgengilegra næringarefna svo sem N, P og K. Svo getum við séð hvort mikið eða lítið er af heildar N í jarðveginum og hvort jarðvegurinn er eðlis-frjósamur eða ekki, allt mikilvægir þættir t.d. við gerð áburðaráætlunar.

Tíminn líður svo hratt að áburðaráætlanirnar eru ekki svo langt undan og það er alltaf betra að vita með sýrustigið, jafnvel þó að það sé of lágt í mörgum túnum. Það er nefnilega þetta með undirbúninginn og forgangsröðunina, það er betra að skoða það í tíma og nú er rétti tíminn til að taka jarðvegssýni. Það er gott að taka jarðvegssýni á 5 til 8 ára fresti. Hægt er að sjá inn í Jörð úr hvaða spildum hafa verið tekin jarðvegssýni, og þá hvenær. Það er nefnilega þetta með tímann, það sem mér fannst vera í fyrra var víst fyrir þremur árum.

Það er svo margt sem þarf að vita og ekki gott að vita með það sem er óþekkt, fyrr en það er kannað. RML býður upp á jarðvegssýnatöku og túlkun á niðurstöðum auk áburðaráætlana þegar að því kemur. Hægt er að panta sýnatöku á heimasíðu RML með því að smella á hnapp merktan „Panta hey-/ jarðvegssýnatöku“.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...