Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hagtölur um búfjáreign þurfa að vera nákvæmari
Lesendarýni 21. maí 2021

Hagtölur um búfjáreign þurfa að vera nákvæmari

Höfundur: Erna Bjarnadóttir og Ólafur R. Dýrmundsson

Á forsíðu Bændablaðsins þann 29. apríl sl. og einnig á bls. 20-21 birtist frétt um búfjáreign landsmanna og þróun hennar síðustu ár, áratugi og jafnvel aldir, allt frá árinu 1703. Umfjöllunin og þá einkum samanburður talna frá ýmsum tímum vakti ýmsar spurningar. Að okkar dómi eru sumar ályktanirnar varhugaverðar í ljósi vankanta á þeim gögnum sem byggt er á. Hagtölur verði hvorki betri né réttari þótt þær komi nú frá Mælaborði landbúnaðarins frekar en úr forðagæsluskýrslum Búnaðarfélags Íslands um fjölda ára og Bændasamtaka Íslands um skeið.

Opinberar skýrslur og ályktanir um breytingar milli ára eru gallaðar

Eins og réttilega kemur fram í umfjöllun blaðsins hafa hross verið vantalin frá árinu 2010 þegar hætt var þeirri eftirfylgni sem einkenndi störf forðagæslumanna sem störfuðu á vegum sveitarfélaganna í landinu. Það skipulag reyndist halda einkar vel utan um búfjárhald í landinu. Eftirfylgni var þá á höndum Bændasamtaka Íslands, um árabil einkum á höndum Ólafs R. Dýrmundssonar en báðir greinarhöfundar störfuðu þar að þessum málaflokki. Eitt af því sem beitt var við slíka eftirfylgni var að athuga hvort skýrslur bærust frá öllum sem haldið höfðu búfé næstliðið ár eða þá eftir atvikum að fullvissa sig um að engar skepnur væru lengur haldnar á vegum viðkomandi. Engu líkara er en að uppgjöf sé komin á að halda réttar skýrslur um fjölda lifandi hrossa, þrátt fyrir einstaklingsmerkingakerfi sem haldið er utan um í skýrsluhaldskerfinu Worldfeng.

Tölur um fjölda alifugla skýrast af breytingum á skráningu

Gjalda verður varhug við túlkunum blaðsins á tölum um fjölda alifugla. Í upphafi þess tímabils sem er til umfjöllunar, eða árið 1981 þegar alifuglar eru taldir 416.799, voru allir fuglar taldir með. Hér er þá átt við varphænsni, foreldrafugla í kjúklingaframleiðslu og svo kjúklinga í eldi. Síðar var farið að telja aðeins fyrstu tvo hópana. Það að fjalla um þetta sem fækkun í stofninum er vitaskuld fjarri sanni. Þessu til staðfestingar er gleggst að bera sig saman við tölur um framleiðslu alifuglakjöts og eggja.

Rannsaka þarf betur breytingar á fjölda sauðfjár

Varðandi fjölda sauðfjár þá koma tölur nú um verulega fækkun sauðfjár eða um nálega 15.000 talsins, nokkuð á óvart. Erfitt er að gera sér grein fyrir í hverju fækkunin liggur, þ.e. hvað aðilar og hvar á landinu fé hefur fækkað. Stórum hjörðum var fargað haustið 2020 í aðgerðum til útrýmingar riðu en sá niðurskurður skýrir engan vegin alla fækkunina. Því er spurningin hvernig þessi fækkun passar saman við upplýsingar um slátrun síðasta haust. Samkvæmt yfirliti sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sendi út þann 30. janúar sl. var 5,5% samdráttur í framleiðslu kjöts af fullorðnu árið 2020 miðað við árið 2019. Þetta kemur engan veginn heim og saman við verulega fækkun sauðfjár þótt vitað sé að sauðfé sem fargað er vegna aðgerða gegn riðu, sé eytt og því ekki hluti af framleiðslutölum.

Bæta þarf skráningu á búfjáreign

Höfundar þessa greinarkorns vilja ítreka mikilvægi skipulagðrar söfnunar hagtalna um landbúnað, þar á meðal um búfjáreign. Slíkar tölur eru mikilvægar t.d. til að gera framleiðsluspár, áætlanir um afkomu landbúnaðarins og svo framvegis. Það er engum hagur í birtingu rangra talna og umfjöllun um þær getur verið villandi. Þetta biðjum við Bændablaðið að hafa í huga. Það sem mestu máli skiptir þó eru alvarlegir vankantar á opinberri söfnun upplýsinga um búfjáreign landsmanna undanfarinn áratug. Eigi þessar hagtölur að vera trúverðugar og nýtilegar verður að skrá búfjártölurnar ár hvert með markvissari og nákvæmari hætti en nú er gert.

Erna Bjarnadóttir,
kvika04@gmail.com

Ólafur R. Dýrmundsson,
oldyrm@gmail.com


Höfundar eru fyrrverandi starfsmenn Bændasamtaka Íslands

Skylt efni: búfjártölur

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...