Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024
Lesendarýni 4. mars 2024

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024

Höfundur: Jóhannes Hr. Símonarson, framkvæmdastjóri Auðhumlu svf.

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024 verða haldnir sem hér segir:

Deildarfundur Breiðafjarðardeildar verður jafnframt haldinn á fjarfundakerfinu TEAMS.

Um heimild félagsmanna að láta umboðsmann sækja deildarfund fyrir sína hönd fer eftir 23. grein laga um samvinnufélög nr. 22/1991 þar sem segir:

„Heimilt er félagsaðila að láta umboðsmann sækja félagsfundi fyrir sína hönd, en umboðsmaður getur þó ekki farið með nema atkvæði eins félaga auk atkvæðis þess er hann sjálfur hefur. Umboð til fundarsóknar skal vera skriflegt og ekki eldra en þriggja mánaða.“

Ef félagsmaður (einstaklingur) hyggst veita öðrum einstaklingi umboð til að fara með atkvæði sitt á deildarfundinum er farið fram á að það sé formlegt, þ.e. skriflegt, dagsett, tiltaki nafn og kennitölu þess sem fær umboðið, tiltaki að umboðið gildi á umræddum deildarfundi, sé undirritað af þeim félagsmanni sem veitir umboðið og vottað af tveimur lögráða einstaklingum sem staðfesta vottun sína með nafni og kennitölu.

Á deildarfundi skal jafnframt gera grein fyrir hvaða einstaklingur fari með atkvæði þess lögaðila (ehf. eða sf. félags) sem skráð er félagsaðili að Auðhumlu svf. Sá einstaklingur skal vera skráður á vottorði fyrirtækjaskrár sem eigandi, félagsmaður, framkvæmdastjóri, aðal- eða varastjórnarmaður viðkomandi lögaðila. Að öðrum kosti þarf gilt umboð skv. ofangreindu til að fara með atkvæði lögaðilans á deildarfundinum.

Athygli er þó vakin á því að eingöngu eigendur, félagsmenn, framkvæmdastjórar og aðal- eða varastjórnarmenn lögaðila sem er félagsaðili að Auðhumlu svf. og eru tilgreindir sem slíkir á vottorði fyrirtækjaskrár eru kjörgengir í stjórn Auðhumlu svf. og fulltrúaráð. Umboð til að fara með atkvæði lögaðila á deildarfundi gefur þannig viðkomandi ekki kjörgengi ef nafn viðkomandi er ekki skráð á vottorði fyrirtækjaskrár viðkomandi lögaðila.

Ef þörf er á að breyta núverandi skráningu í fyrirtækjaskrá er það gert með rafrænum hætti á vefslóðinni www.skatturinn.is > „Breytingar og slit“ > „Breyting á skráningu ehf./ hf./ses“ eða „Breyting á skráningu sf./slf.“

Ef einhverjar breytingar hafa átt sér stað skal nýtt vottorð úr fyrirtækjaskrá hafa borist skrifstofu Auðhumlu svf. á netfangið audhuma@audhumla.is í síðasta lagi daginn fyrir deildarfund.

Skylt efni: Auðhumla

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...