Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024
Lesendarýni 4. mars 2024

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024

Höfundur: Jóhannes Hr. Símonarson, framkvæmdastjóri Auðhumlu svf.

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024 verða haldnir sem hér segir:

Deildarfundur Breiðafjarðardeildar verður jafnframt haldinn á fjarfundakerfinu TEAMS.

Um heimild félagsmanna að láta umboðsmann sækja deildarfund fyrir sína hönd fer eftir 23. grein laga um samvinnufélög nr. 22/1991 þar sem segir:

„Heimilt er félagsaðila að láta umboðsmann sækja félagsfundi fyrir sína hönd, en umboðsmaður getur þó ekki farið með nema atkvæði eins félaga auk atkvæðis þess er hann sjálfur hefur. Umboð til fundarsóknar skal vera skriflegt og ekki eldra en þriggja mánaða.“

Ef félagsmaður (einstaklingur) hyggst veita öðrum einstaklingi umboð til að fara með atkvæði sitt á deildarfundinum er farið fram á að það sé formlegt, þ.e. skriflegt, dagsett, tiltaki nafn og kennitölu þess sem fær umboðið, tiltaki að umboðið gildi á umræddum deildarfundi, sé undirritað af þeim félagsmanni sem veitir umboðið og vottað af tveimur lögráða einstaklingum sem staðfesta vottun sína með nafni og kennitölu.

Á deildarfundi skal jafnframt gera grein fyrir hvaða einstaklingur fari með atkvæði þess lögaðila (ehf. eða sf. félags) sem skráð er félagsaðili að Auðhumlu svf. Sá einstaklingur skal vera skráður á vottorði fyrirtækjaskrár sem eigandi, félagsmaður, framkvæmdastjóri, aðal- eða varastjórnarmaður viðkomandi lögaðila. Að öðrum kosti þarf gilt umboð skv. ofangreindu til að fara með atkvæði lögaðilans á deildarfundinum.

Athygli er þó vakin á því að eingöngu eigendur, félagsmenn, framkvæmdastjórar og aðal- eða varastjórnarmenn lögaðila sem er félagsaðili að Auðhumlu svf. og eru tilgreindir sem slíkir á vottorði fyrirtækjaskrár eru kjörgengir í stjórn Auðhumlu svf. og fulltrúaráð. Umboð til að fara með atkvæði lögaðila á deildarfundi gefur þannig viðkomandi ekki kjörgengi ef nafn viðkomandi er ekki skráð á vottorði fyrirtækjaskrár viðkomandi lögaðila.

Ef þörf er á að breyta núverandi skráningu í fyrirtækjaskrá er það gert með rafrænum hætti á vefslóðinni www.skatturinn.is > „Breytingar og slit“ > „Breyting á skráningu ehf./ hf./ses“ eða „Breyting á skráningu sf./slf.“

Ef einhverjar breytingar hafa átt sér stað skal nýtt vottorð úr fyrirtækjaskrá hafa borist skrifstofu Auðhumlu svf. á netfangið audhuma@audhumla.is í síðasta lagi daginn fyrir deildarfund.

Skylt efni: Auðhumla

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...