Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Austin-dráttarvélin reynd við jarðvinnslu á Korpúlfsstöðum, ef til vill vorið 1923.
Austin-dráttarvélin reynd við jarðvinnslu á Korpúlfsstöðum, ef til vill vorið 1923.
Mynd / Úr bókinni Korpúlfsstaðir eftir Birgi Sigurðsson
Lesendarýni 5. maí 2021

Austin-dráttarvélin sem lenti í skugganum

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Fyrra stríðið ýtti mjög undir þróun traktora, ekki síst hjólatraktora. Mannsafl til matvælaframleiðslunnar skorti svo að ákaft var kallað á vélaafl. Englendingurinn Herbert Austin (f. 1866) tók með góðum árangri þátt í kapphlaupi dráttarvélasmiða. Með auga á hönnun Henry Ford smíðaði hann tuttugu hestafla dráttarvél sem sérstaklega skyldi henta breskum bændum. Fyrir vélina hlaut hann silfurmedalíu plægingarfélaga árið 1919 og árið eftir vakti hún mikla athygli á stóru landbúnaðarsýningunum, svo mikla að eftir Hálandasýninguna það árið keypti Bretakóngur eina Austin-dráttarvél til nota á búi sínu í Balmoral.

Búnaðarfélag Íslands sendi ráðunaut sinn, Eggert Briem, til Englands árið 1920 til þess að „kynna sjer sem bezt, alt er að búnaðarverkfærum lýtur.“ Ytra rakst hann á Sigurð Þórólfsson frá Baldursheimi sem þar hugaði að smábýlarækt og notkun verkfæra. Þeim félögum leist svo vel á Austin-dráttarvélina að þeir hvöttu Búnaðarfélagið til þess að kaupa eina vél og sex vagna enda var það helsta hugmynd þeirra að beita vélinni til flutninga.

Austin-dráttarvélin í frumgerð sinni. Mynd / Mike Eggenton

Þótt athygli vekti á Búsáhalda­sýningunni 1921 hvarf Austin-dráttarvélin í skugga Lanz-þúfna­banans, sem yfirtók sviðið seinna um sumarið. Það heillaði áhrifamikla jarðræktarmenn að geta með honum fræst niður þúfurnar í einni eða tveimur umferðum. Jarðvinnslutæki við hæfi Austin-vélarinnar skorti og fátt hvatti því til notkunar hennar í því skyni. Ekkert varð því af tilraunum til þess að beita dráttarvélinni til jarðvinnslu eða ræktunar.

Austin-dráttarvélin stóð iðjulaus líklega til vors 1923 en þá var hún komin að Korpúlfsstöðum, þar sem brotið var land með Lanz-þúfnabananum. Sáð skyldi grænfóðri í fyrstu spildurnar. Árni G. Eylands, sem með þessar vélar kunni að fara, skrifaði m.a.: „Var þá Austin traktorinn tekinn, tjaslað aftan í hann tveimur gömlum diskaherfum og útgerð þessi notuð til þess að herfa niður hafra í flögin. Þá var einnig reynt að plægja með traktornum“ . . . Seinna skrifaði Árni: „Þetta var hin fyrsta jarðvinnsla með traktor á Íslandi sem nokkru nam og kom að fullkomnum notum.“ Hér má þó minnast Avery-hjólatraktorsins sem komið hafði fimm árum fyrr (1918) til Akraness en reyndist ekki alls kostar. Austin-vélin í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri er góður fulltrúi þessara aldar gömlu tilrauna og tímamóta.

Það er hins vegar af dráttar­vélasmiðju Herberts Austin að segja að þótt hún kæmist upp í að smíða 66 dráttarvélar á viku (1920), brást markaðurinn; hún beið lægri hlut m.a. fyrir ódýrari framleiðslu Henry Ford. Af hagkvæmniástæðum var dráttarvélamíðin flutt til Frakklands. Í byrjun seinna stríðs lenti hún í höndum Þjóðverja sem héldu henni gangandi fram til 1942.

Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri

Skylt efni: dráttarvélar | traktorar

Halla Hrund: Okkar bestu meðmæli
Lesendarýni 24. maí 2024

Halla Hrund: Okkar bestu meðmæli

Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér...

Ágangur búfjár: Sagan endalausa
Lesendarýni 23. maí 2024

Ágangur búfjár: Sagan endalausa

Á undanförnum árum hefur umræða um ágang sauðfjár stóraukist í sveitum landsins.

Pottur brotinn í merkingu snyrtivara
Lesendarýni 22. maí 2024

Pottur brotinn í merkingu snyrtivara

Mikið hefur borið á því að íslensk fyrirtæki framleiði og selji vörur með merkin...

Verndum Viðey
Lesendarýni 22. maí 2024

Verndum Viðey

Árið 2011 var Viðey eða Minna- núpshólmi í Þjórsá friðuð. Eyjan er rúmir þrír he...

Frá aðalfundum skógarbænda
Lesendarýni 20. maí 2024

Frá aðalfundum skógarbænda

Aðalfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi (FsS) var haldinn á Hótel Stracta lau...

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...