Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?
Lesendarýni 31. mars 2023

Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?

Höfundur: Andrés Arnalds náttúrufræðingur.

Það má draga mikinn lærdóm af reynslu Nýsjálendinga. Þar er nú andvirði milljarða króna varið árlega til að verja landslag og lífríki fyrir innfluttum trjátegundum sem hafa verið að dreifast þar með veldisvaxandi hraða út frá ræktunarsvæðum sem kostuð voru af ríkinu.

Stafafura, okkar mest ræktaða trjátegund, ber þar hæst og er talið eitt skæðasta illgresi Nýja-Sjálands.

Í þessu ljósi var það óneitanlega athyglisvert að sjá nýlega auglýsingu frá Skógræktinni sem um þessar mundir vekur athygli á lausu starfi skógræktarráðgjafa. Auglýsinguna prýðir mynd af lítilli stafafuru sem er að vaxa upp í lyngmóa. Ég gat ekki annað en velt fyrir mér mögulegum tengslum myndefnisins við hlutverk þessa nýja starfsmanns.

Þá leitar fyrst á hugann hvort þessi fura eigi að undirstrika áherslu á yfirtöku stórvöxnu tegundanna og stuðla með því að falli hinna „ómerkilegu“ innlendu vistkerfa svo sem mólendis. Verkefni starfsmannsins væri þar með að vinna að útbreiðslu furu og fleiri innfluttra tegunda.

Eða á hlutverk starfsmannsins þvert á móti að vera að koma í veg fyrir útbreiðslu þessara tegunda utan skýrt afmarkaðra ræktunarsvæða? Munum við þá jafnvel sjá starfsmanninn trítla um hagann við að uppræta villibarr, afsprengi þeirrar takmarkalausu gróðursetningar barrtegunda sem nú er stunduð? Kannski mun hann bera sig saman við kollega sína á Nýja-Sjálandi, líkt og stúlkuna sem prýðir forsíðu þarlends bæklings um stríðið gegn illgresi. Hvað lágu margar furur í valnum í dag?

Ólíkt hafast þjóðir að! Þeir sem vilja kynna sér baráttuna við „villibarrið“ sem nú er háð á Nýja-Sjálandi geta nálgast frekari upplýsingar á natturuvinir.is.

Framtíð ungs fólks í dreifbýli
Lesendarýni 12. nóvember 2025

Framtíð ungs fólks í dreifbýli

Nýheimar þekkingarsetur hélt málþing undir yfirskriftinni Hvað ef ég vil vera hé...

Að fara í stríð við sjálfan sig
Lesendarýni 3. nóvember 2025

Að fara í stríð við sjálfan sig

„Hvern dag sem þú lifir, hefur þú áhrif á veröldina. Þú hefur val um það, hver þ...

Ísland fulltengt
Lesendarýni 31. október 2025

Ísland fulltengt

Síðsumars ferðaðist ég um landið og var með opna íbúafundi í öllum landshlutum, ...

Mislitt fé í hávegum haft
Lesendarýni 30. október 2025

Mislitt fé í hávegum haft

Sú var tíð að víðast hvar var heldur amast við mislitu fé, það helst ekki sett á...

Af vettvangi Landbúnaðarháskóla Íslands
Lesendarýni 17. október 2025

Af vettvangi Landbúnaðarháskóla Íslands

Undanfarin misseri hefur Landbúnaðarháskóli Íslands lagt áherslu á að efla bæði ...

Norðurslóðir skipta máli fyrir fæðuöryggi
Lesendarýni 16. október 2025

Norðurslóðir skipta máli fyrir fæðuöryggi

Matvælaframleiðsla á norðurslóðum, uppbygging virðiskeðja fyrir matvæli og seigl...

Skógarferð um Fljótshlíðina
Lesendarýni 15. október 2025

Skógarferð um Fljótshlíðina

Á degi íslenskrar náttúru þann 16. september síðastliðinn tók starfsmaður Skóg-B...

Stærri og öflugri sveitarfélög
Lesendarýni 14. október 2025

Stærri og öflugri sveitarfélög

Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börni...