Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gullgerðarmenn
Mynd / HKr.
Skoðun 27. janúar 2022

Gullgerðarmenn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Saga gullgerðarmanna er rakin aftur til fornaldar, en þeir kepptust við með kukli sínu að reyna að umbreyta ýmsum efnum í gull. Allt var það þó byggt á gervivísindum og hreinum blekkingum. Þó talað sé um að saga gullgerðarmanna hafi liðið undir lok á nítjándu öld, þá er það líka enn ein blekkingin. 

Gullgerðarmenn lifa góðu lífi enn þann dag í dag og í þeirra félagsskap eru einstaklingar sem eru í hópi ríkustu manna heims. Þessir nútíma gullgerðarmenn eru þó hættir að telja fólki trú um að þeir breyti grjóti í áþreifanlegt ekta gull, heldur breyta þeir með sjónhverfingum sínum því sem ekkert er í verðmæta verslunarvöru sem engin raunverðmæti eru samt á bak við. Þetta eru snillingar samtímans, sem er víða hampað í fjölmiðlum sem viðskiptaséníum og bjargvættum hagkerfa heimsins. Stundum falla þó rykagnir á hvítflibba þessara viðskiptaofurmenna, en fólk er fljótt að gleyma þegar búið er að skella flibbanum í þvottavél. 

Efnahagshrunið og fall risabanka og annarra fjármálastofnana haustið 2008 var eins og blaut tuska í andlit alls almennings sem staðið hafði gapandi árum saman yfir snilld nútíma gullgerðarmanna. Allt í einu áttaði fólk sig á að það hafði verið haft að fíflum, en þá voru fjármálamenn þegar búnir véla af því aleiguna. 

Öll efnahagshrun heimsins hafa byggst á þeirri einföldu staðreynd að það hafa verið búin til ímynduð verðmæti úr engu og þá í formi vaxta á peninga. Peningarnir voru upphaflega fundnir upp til að vera ávísun á tiltekin veraldleg verðmæti eins og kýr, kindur eða fisk. Það að fá tekjur af því að leigja út peningana sjálfa gekk auðvitað ekki upp og hefur aldrei gert, nema með reglulegum skelfilegum afleiðingum. Það þarf nefnilega alltaf annað slagið að taka raunverðmætin af þeim sem þau eiga og flytja til þeirra sem hafa safnað til sín vaxtagróða. Þannig verða auðmennirnir til og meðan við notum slík hagkerfi verða þeir ríku stöðugt ríkari á kostnað hinna sem áttu raunverðmætin í upphafi.  

Gullgerðarmennirnir eru stöðugt að reyna að finna nýjar leiðir til að búa til verðmæti úr engu. Það verður að segjast þeim til hróss að þar er hugmyndaflugið svo sannarlega í lagi. Hér á Íslandi þykir okkur t.d. þægilegt að láta glepjast ef „gullgerðarstaðreyndirnar“ koma frá útlöndum. Sér í lagi þegar þær eru matreiddar í rafrænum pappírsvöndlum í formi reglugerða sem okkur er sagt að við verðum að innleiða eða hafa verra af ella. Afleiðing af slíkum innleiðingum sannleikans hafa nú nýverið verið að birtast okkur í fjármálaleikhúsi fáránleikans. Þar er búið að gangsetja gullgerðarvél þar sem slóttugir gullgerðarmenn munu slá eign sinni á eina verðmætustu sameiginlegu eign þjóðarinnar, sem er raforkan í landinu. 

Hvernig má það vera að við látum það viðgangast að raforka, sem ekki var hægt að selja frá okkar eigin raforkuverum á kostnaðarverði til stórnotenda í garðyrkju, er nú seld með afslætti til braskara sem framleiða enga raforku, hvað þá matvæli? Þeir selja síðan okkur einfeldningunum sömu raforkuna á uppsprengdu verði, allt samkvæmt lögmálum reglugerðarinnleiðinga um „heilbrigða“ samkeppni á orkumarkaði. Þá er líka byrjað að setja gullgerðarvélar inn á heimili landsmanna í formi „smartmæla“ sem innleiða mínútuverð á raforku. Þá verður okkur talin trú um að raforkan frá okkar eigin rafstöðvum, sem streymir um leiðslurnar um kvöldmatarleytið sé svo dýr í framleiðslu, að við verðum annaðhvort að greiða fyrir hana fáránlega hátt verð, eða elda kvöldmatinn eftir miðnætti. En þetta heitir víst neytendavernd, er það ekki?    

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...