Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fylgjur og fyrirboðar
Skoðun 6. ágúst 2015

Fylgjur og fyrirboðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt gamalli þjóðtrú eiga allir sér sérstaka fylgju sem fer með þeim hvert sem þeir fara.

Fylgja á sér reyndar tvær merkingar í íslensku, þ.e.a.s. ósýnileg vera, maður eða dýr, sem fylgir fólki eða ættum, og hins vegar barnsfylgja eða fósturhimna. Þrátt fyrir merkingarmuninn eru fyrirbærin skyld.

Hér á landi hefur því lengi verið trúað að ósýnilega veran ætti uppruna sinn í barnsfylgjunni og að það þyrfti að koma henni sérstaklega fyrir.

Í Þjóðháttum Jónasar á Hrafnagili segir að það megi alls ekki kasta barnsfylgjunni á víðavang því þá gátu illir andar náð valdi á henni eða dýr étið hana og átti andinn eða dýrið síðan að fylgja barninu. Ekki þótti heldur ráðlegt að grafa hana í jörðu nema fergja hana með grjóti því annars gátu hundar eða önnur rándýr grafið hana upp og étið. Einnig var sagt að það dýr sem fyrst stigi yfir staðinn sem fylgja var grafin á mundi fylgja barninu.

Öruggast þótti að brenna fylgjuna og þá átti ljós eða stjarna að fylgja viðkomandi einstaklingi.

Samkvæmt fornri trú átti fylgjan að vera eitthvað í líkingu við lundarfar þess sem hún tilheyrði. Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari segir að hyggnir foreldrar hafi grafið barnsfylgjuna undir þröskuldi þar sem móðir barnsins gekk mest yfir.

Upphaflega voru fylgjur eins konar verndarar mönnum til heilla. Eftir að kristni var lögtekin í landinu og kirkjunnar menn fóru að atast í fornum vættum fór að dofna yfir heillafylgjunum og þær breyttust í uppvakninga, afturgöngur eða ættarfylgjur, móra og skottur.

Í seinni tíð eru fylgjur draugar sem fylgja ákveðnu fólki eða ákveðnum ættum og láta gjarnan vita af sér á undan heimsóknum. Það er gömul trú að hver og einn eigi sína fylgju sem gerir vart við sig áður en viðkomandi kemur í heimsókn.

Flestar fylgjur sem eru í dýralíki þykja illar nema ef um bjarndýr er að ræða. Þar að auki er sagt að þeir sem hafa kvikindi eða skrímsli sem fylgju séu af óhræsisættum.

Samkvæmt Þjóðsögum Jóns Árnasonar gat deyjandi maður gefið þeim sem hann vildi fylgju sína. Þetta er reyndar í ósamræmi við þá hugmynd að fylgjan deyi um leið og húsbóndi hennar. Sumir segja aftur á móti að þegar menn nálgast dauðann nálgist fylgjurnar þá og á dauðastundinni er sagt að þær séu komnar aftur fyrir þá. Einnig er sagt að ef fylgja manns gerir vart við sig eftir að viðkomandi kemur í heimsókn sé hann feigur.

Fólk telur sig stundum verða vart við fylgjur þótt það sé ekki skyggnt né að það dreymi fyrir gestakomu. Verður fólk þá vart við einkennilega lykt sem sumir segja að líkist súru smjöri og heitir það fylgjulykt. Ef óvenjulegur drungi eða þreyta leggst yfir fólk um miðjan dag er það kallað aðsókn og getur hún bæði verið góð eða slæm. Áður fyrr var talið gott ráð að skyrpa í allar áttir og fussa og sveia til að hrekja í burt slæmar fylgjur.

Skylt efni: fylgja | fyrirboði | Draugar | Stekkur

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...

Notkun sýklalyfja í landbúnaði
Skoðun 8. júní 2023

Notkun sýklalyfja í landbúnaði

Í nóvember 2022 kom út tólfta skýrsla Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun...

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...