Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Aðstandendur Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir.
Aðstandendur Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir.
Mynd / Stjórnarráðið
Skoðun 29. maí 2019

Bætum árangur Íslands í loftslagsmálum

Höfundur: Guðrún S. Tryggvadóttir
Loftslagsbreytingarnar sem eiga sér stað vegna athafna mannkyns valda megninu af þeirri hnattrænu hlýnun sem ógnar skilyrðum til lífs hér á jörðinni. Við erum vel flest nokkuð meðvituð um að þessar breytingar eru vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem hækka smám saman hitastigið í lofthjúpnum sem umlykur jörðina. 
 
Afleiðingarnar eru hins vegar mismunandi eftir því hvar við erum í heiminum en þekktasta eru líklega breytingar á lofthita og úrkomu, bráðnun jökla, hækkun yfirborðs sjávar, öfgar í veðurfari, hitabylgjur, ofsafengnari fellibyljir, flóð og súrnun sjávar. 
 
Sterk orð lýsa alvarlegu ástandi
 
Ágætir sjónvarpsþættir á RÚV um loftslagsmálin, sem sýndir hafa verið nýlega, hafa vakið marga til umhugsunar og eflt umræðuna. Breska dagblaðið Guardian greindi frá því á dögunum að það hygðist gera breytingar á þeim hugtökum sem notuð eru um loftslagsmálin. Þannig mun blaðið ekki lengur tala um loftslagsbreytingar heldur loftslagsneyðarástand eða hættuástand og „hitnun jarðar“ í stað þess að tala um hlýnun. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar eru einnig farnar að nota sterkara orðalag til að lýsa þeim ógnvekjandi aðstæðum sem mannkynið stendur frammi fyrir.
 
Þrátt fyrir að ríki heimsins hafi um tíma reynt að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, hefur enn ekki tekist að snúa þróuninni við. Við höldum áfram gegndarlausri neyslu og viðskiptafrelsi og viðskiptahagsmunir virðast allsráðandi. Notkun jarðefnaeldsneytis og landnotkun spila stóran þátt. Samgöngur, landbúnaður, orkuframleiðsla og iðnaður eru allt dæmi um risavaxin verkefni þar sem kljást þarf við loftslagsvandann. Það verður einfaldlega að leggja ríkari áherslu á sjálfbæra þróun og hlúa að þeim verðmætum sem við eigum hér á jörðinni fyrir komandi kynslóðir.
 
Samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir
 
Í vikunni var skrifað undir samning um samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Tilgangurinn er fyrst og fremst að stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Markmið samstarfsvettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og vinna í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið að kolefnishlutleysi árið 2040. Bændur og landbúnaðurinn allur mun ekki láta sitt eftir liggja í því starfi.
 
Að taka skrefið
 
Við vitum talsvert um hvað þarf að gera til að bregðast við þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum. Mikilvægt er líka að hafa í huga að með breytni hvers og eins getum við haft mikil áhrif. Það er staðreynd að loftslagsvandinn er að stórum hluta afleiðing aðgerðaleysis og græðgi okkar mannanna. Við getum lagt okkar af mörkum með því að ígrunda vel okkar neyslu, endurvinna, endurnýta, ganga vel um og bera virðingu fyrir Móður jörð.
 
Eyfirðingar kaupa íslenskan mat
 
Ástæða er til að þakka sveitarstjórnarfólki í Eyjafjarðarsveit fyrir það róttæka skref að krefjast upprunamerkinga og að hráefni sé að sem mestu leyti fengið úr heimabyggð í komandi útboðum sveitarfélagsins á mötuneytismat. Nýtt útboð fyrir mötuneyti Eyjafjarðarsveitar er til næstu þriggja ára. Í frétt um málið kom fram að í mötuneytum sveitarfélagsins borða nemendur Hrafnagilsskóla en einnig starfsfólk sveitarfélagsins og aldraðir íbúar. Í útboðinu er tekið fram að allt kjöt, allur fiskur og allar mjólkurvörur eigi að vera af íslenskum uppruna að því gefnu að varan sé framleidd og fáanleg á Íslandi. Þá skuli sem hæst hlutfall af grænmeti einnig vera af íslenskum uppruna. Draga á úr vistspori með því að nálgast hráefni sem næst heimabyggð og það skuli jafnframt vera upprunamerkt. Vonandi sjá fleiri sveitarfélög hag í því að feta þessa braut í sínum matarinnkaupum. Bæði eflir það íslenska matvælaframleiðslu en ekki síst gagnast stefnan umhverfinu.
 
Embla – Norrænu matarverðlaunin
 
Embluverðlaunin verða veitt um næstu helgi í Hörpu í Reykjavík. Þau eru samstarfsverkefni allra bændasamtaka á Norðurlöndunum en markmið þeirra er að upphefja norræna matarmenningu og vekja athygli á fólkinu sem býr til matinn okkar. Við Íslendingar teflum fram sjö fulltrúum til Embluverðlaunanna í ár en alls eru 48 tilnefndir frá öllum Norðurlöndunum. Um 130 erlendir gestir eru væntanlegir til Reykjavíkur en þeir munu meðal annars kynna sér íslenskan landbúnað og deila þekkingu og reynslu sín á milli. Embluverðlaunin eru haldin í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og Norrænu kokkahreyfinguna, NKF, en sú síðarnefnda heldur ársþing sitt í Reykjavík á sama tíma. Það verður því margt um manninn í Hörpu og spennandi að sjá hverjir hljóta hin eftirsóttu Embluverðlaun. 
Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu
Skoðun 9. júní 2022

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu

Margt fellur með íslenskri kjötframleiðslu, landgæði, vatn, skilningur neytend...

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins
Skoðun 1. júní 2022

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins

Síðastliðinn áratug hafa áskoranir laxeldisgreinarinnar á Íslandi breyst að því ...

Nagandi afkomuótti
Skoðun 23. maí 2022

Nagandi afkomuótti

Öllum sem fylgjast með ástandi heimsmála og samfélagsins hlýtur að vera ljóst að...