Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum
Skoðun 12. maí 2022

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason

Stríðið í Úkraínu hefur sett hrávörumarkaði heimsins á hliðina, breytt jafnvægi í viðskiptum, framleiðslu og neyslu sem hefur leitt til verð­hækkana sem eiga sér engin fordæmi.  Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðabankanum er því spáð að þessi staða muni jafnvel standa fram yfir 2024.

Hækkanir á orkuverði síðustu mánaða minna um margt á stöðuna sem varð í kjölfar olíukreppunnar 1973. Gert er ráð fyrir því að orkuverð haldi áfram að hækka á þessu ári, en að sú hækkun gangi eitthvað til baka árin 2023 og 2024.  Að sama skapi má gera ráð fyrir að landbúnaðarvörur haldi áfram að hækka í verði á þessu ári. Því er spáð að verð á hveiti muni jafnvel hækka um allt að 40% á árinu.  Þessi þróun er háð því hvenær átökum í Úkraínu lýkur og ekki síður hvernig fóðurrækt á heimsvísu muni þróast.

Í nýlegri skýrslu frá Alþjóða­bankanum (Commodity Markets Outlook – April 2022) er dregin upp svört mynd af stöðunni á hrávörumörkuðum og þeim áhrifum sem hækkanir munu hafa á matvælaverð. Fátækustu þjóðir heimsins munu finna mest fyrir þessari hækkun, enda eru þær oft og tíðum háðar innflutningi á matvælum. Alþjóðastofnanir hafa síðustu mánuði varað við hættu á aukinni hungursneyð í heiminum.  Alþjóðabankinn gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru síðan, þar sem kom fram að fyrir hvert prósentustig sem matvælaverð hækkar í heiminum fjölgar um 10 milljónir manna í hópi þeirra sem lifa við mikla fátækt.

Hér á landi er verðhækkun á landbúnaðarvörum ekki komin fram nema að litlu leyti. Ef litið er á vísitölu neysluverðs hafa mjólkurvörur hækkað um 8,4% síðustu 12 mánuðina og kjötvörur um 6,9%.  Á sama tíma hefur verðbólga verið 7,2%.  Vissulega eru þetta miklar hækkanir. Sérstaklega í ljósi þess að enn sér ekki fyrir endann á hækkun á fóðurvörum og áburði. 

Unnsteinn Snorri Snorrason

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...