Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll með bensínvél að auki
Mynd / HJL
Á faglegum nótum 6. nóvember 2014

Fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll með bensínvél að auki

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Þeir sem lesið hafa reglulega prófanir mínar hér í blaðinu hafa eflaust tekið eftir vantrú minni á rafmagnsbílum. Til að ég hafi trú á rafmagnsbíl þá þarf að mínu mati að vera eitthvað sem tekur við af rafmagninu til að komast áfram þegar rafmagnið er búið.

Til þessa er eini bíllinn sem ég hef prófað sem uppfyllir þessar kröfur mínar Chevrolet Volt, en hann var ekki gallalaus, lágt undir hann og bara eins drifs bíll. Nú er komin á markaðinn nýr  Mitsubishi Outlander PHEV, fjórhjóladrifinn og nokkuð hátt undir hann og hentar því vel íslenskum aðstæðum.

Lengi að hlaða með heimilisrafmagni, en fljótur á hraðhleðslustöð

Þegar ég fékk bílinn í Heklu eftir lokun á laugardegi höfðu margir komið við þar og prófað bílinn (engin furða enda eigulegur bíll), var hann þar af leiðandi ekki með mikið rafmagn til aksturs. Ég keyrði um 15 km og þá var rafmagnið búið og við tók bensínvélin. Um kvöldið mundi ég eftir að í skottinu var hleðslutæki sem má tengja í venjulega rafmagnsinnstungu sem er 10 amper. Eftir klukkutíma hleðslu var aðeins 3 km hleðsla komin inn á rafgeymana. Á sunnudagsmorgni hugðist ég hlaða bílinn á næstu hraðhleðslustöð á Miklubrautinni, en hún var biluð. Í prófunartúr á bílnum seinna um daginn var ekið á Selfoss og stoppað í 14 mínútur á Olís og bíllinn hlaðinn. Eftir 14 mín. hleðslu sagði mælaborðið að á bílnum væri rafmagn fyrir næstu 23 km. Eftir 17,2 km ræsti bensínvélin sig og ég kláraði Þingvallahringinn á bensíni.

Með akreinavara, árekstrarvörn og sjálfvirka hraðastillingu

Að keyra Mitsubishi Outlander PHEV á þjóðvegi fær maður mikla öryggistilfinningu. Hann er með akreinavara (LDW) sem flautar á mann ef maður fer yfir á punktalínuna í kantinum eða á miðlínunni. Ef Mitsubishi Outlander er með hraðastillinn á (cruse control) og bíllinn fyrir framan hægir skyndilega á sér hægir Mitsubishi einnig sjálfkrafa ferðina (ACC) og heldur bilinu á milli bílanna jöfnu. Einnig er sjálfvirkur búnaður sem nefnist árekstrarvörn (FCM) og virkar þannig að ef komið er á of mikilli ferð að gatnamótum þá les búnaðurinn skilti, bíl eða beygju og sjálfkrafa bremsar bíllinn. Þetta kom mér á óvart því að ég hafði hugsað mér að bremsa mjög seint á gatnamótum sem ég kom að, en bíllinn bremsaði á undan mér.

Reykjavík, Akureyri á 4,3 lítrum á hundraðið

Samkvæmt upplýsingum um bílinn á hann að komast allt að 50 km á rafmagninu og þegar það er búið tekur bensínvélin við. Fimmtíu kílómetra hleðsla ætti að duga flestum við daglega notkun í þéttbýli. Ef farnar eru lengri ferðir ætti að vera hægt að spara töluvert bensín ef maður stillir stopp við hraðhleðslustöðvar sem eru komnar á landsbyggðinni. Sem dæmi þá sagði sölumaðurinn í Heklu mér að svona bíll hefði farið frá Reykjavík til Akureyrar og meðaleyðslan hafi verið rúmir 4 lítrar á hundraðið vegna þess að sá sem ók stoppaði bara þar sem hraðhleðslustöðvar voru og hlóð rafmagni inn á rafgeymana á meðan stoppað var. Verðið á Mitsubishi Outlander PHEV rafmagnsbílnum er frá 6.690.000, en Mitsubishi Outlander Intense með bensínmótor er 5.290.000. Eftir þennan prufuakstur er ég aðeins farinn að sjá ljósið í rafknúnum bílum, alla vega var þetta bíll sem ég gæti hugsað mér að eiga.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd 1.610 kg

Hæð 1.680 kg

Breidd 1.800 mm
 
Lengd 4.492 mm
 
Vél: 2,0 bensín 150 hestöfl
 
Verð frá 6.690.000
 

5 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...