Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lækur 22401 (1662742-0050)
Lækur 22401 (1662742-0050)
Mynd / Guðmundur Jóhannesson.
Á faglegum nótum 23. júní 2023

Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2022

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson.

Hér er nú kynntur fimmti árgangur Angusholdanauta frá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Þessir gripir eru tilkomnir með sæðingu hreinræktaðra Angus-kúa með sæði úr Laurens av Krogedal NO74075 og því um að ræða sérvalda úrvalsgripi. Auk sona Laurens var eitt naut undan Ivar fra Li NO74047 í þessum árgangi og var hann
tilkominn með fósturvísaflutningi. Sá gripur er glæsilegur á velli en því miður með gallaðar afturklaufir og því var ákveðið að hann kæmi ekki til notkunar.

Ekki þarf að fjölyrða um þær miklu og ströngu kröfur sem gerðar eru á einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti hvað smitvarnir varðar. Þessir gripir hafa nú lokið einangrun og fengið grænt ljós hvað snertir sæðistöku og dreifingu sæðis. Holdanautakynið Aberdeen Angus er óþarft að kynna enda kjötgæði þess rómuð og kjötnýting mjög góð. Kynið hentar vel þar sem áhersla er lögð á nýtingu beitar og gróffóðurs ásamt góðum móðureiginleikum, mjólkurlagni og léttan burð. Það hentar því vel í t.d. blendingsrækt þar sem burðarerfiðleikar eru fremur fátíðir.

Nautgriparæktarmiðstöð Íslands (NautÍs) hefur frá upphafi lagt sérstaka áherslu á góða dætraeiginleika þeirra nauta sem notuð hafa verið þar til uppbyggingar á Angus-holdagripastofni hérlendis. Má þar nefna létta burði og kjötgæði að ógleymdum mæðraeiginleikum. Á árinu 2018 fæddust kálfar undan Li‘s Great Tigre NO74039 og First Boyd fra Li NO74033 og á árinu 2019 var um að ræða gripi undan Hovin Hauk NO74043 og Horgen Erie NO74029.

Á árinu 2020 var eingöngu um að ræða kálfa undan Emil av Lillebakken NO74028. Allt eru þetta naut sem gefa góðar mæður. Á árinu 2021 litu dagsins ljós kálfar undan Emil av Lillebakken sem og Jens av Grani NO74061, en þá brá svo við að undan Emil komu bara kvígur og allir nautkálfarnir það árið undan Jens. Í fyrra fæddust svo gripir undan Jens av Grani, Laurens av Krogedal, Ivar fra Li og Kid av Vølstad NO74068. Undan Jens komu tvær kvígur, undan Ivar eitt naut, undan Kid tvær kvígur og undan Laurens fjögur naut og sjö kvígur.

Laurens av Krogedal NO74075, f. 22. janúar 2016, hjá Torfinn Bakke í Krogedal austur af Sandnes í Rogalandi í SV-Noregi. Til þess að tengja legu þess við þekktari stað þá stendur það í suðaustur frá Stavanger, í um 34 km aksturveglengd þaðan. Faðir Laurens er Horgen Erie NO74029 og hann er því hálfbróðir þeirra Eiríks 19403- ET og Máttar 19404-ET. Móðir Laurens er NO31897 av Krogedal undan Dole av Krogedal NO58361 og NO25207 av Krogedal sem aftur var undan Oluf av Bakken NO53455. Móðurætt Laurens er því óskyld þeim nautum sem notuð hafa verið hérlendis undanfarin ár.

Laurens gefur léttan burð, bæði hjá kúm og kvígum, auk góðra kjötgæða- og mæðraeiginleika. Fæðingarþungi kálfa er yfir meðallagi en vaxtarhraði um meðallag. Dætur Laurens eru vel yfir meðaltali í þunga afkvæma sinna við 200 daga aldur. Fallþungi afkvæma Laurens er mikill og hold- og fituflokkun mjög góð.

Hér er því á ferðinni gott alhliða kynbótanaut þar sem saman fara góðir mæðra' eiginleikar og mikil kjötgæði.

Kynning og lýsing nautanna byggir á línulegu útlitsmati og umsögn þeirra Ditte Clausen og Lindu Margrétar Gunnarsdóttur, ráðunauta hjá RML.

Þegar þetta er skrifað er sæðistaka úr þessum nautum ekki hafin og því liggur ekki fyrir hver árangur úr henni verður.

Þessi fjögur naut eru öll hálfbræður og nokkuð skyld þeim Eiríki-ET 19403 og Mætti-ET 19404 sem eru synir Horgen Erie NO74029. Jafnframt er rétt að hafa í huga að Laki 22403 er hálfbróðir Jenna 21405 og auðvitað eru þeir Lækur 22401, Lilli 22402, og Lárus 22404, sem eru dætrasynir Li‘s Great Tigre NO74039, skyldir þeim Vísi 18400 og Baldri 18403. Þá voru mæður Lárusar 22404 og Jóakims 21403 alsystur.

Þennan skyldleika er rétt að hafa í huga við pörun, jafnframt því að skoða ævinlega ætterni þeirra gripa sem á að para saman.

Nýja erfðaefnið sýnir mikla yfirburði

Þegar talað er um nýja erfðaefnið er vísað til þeirra Angus-gripa sem eru tilkomnir með innflutningi fósturvísa og sæðis á Stóra-Ármóti og afkvæma þeirra.

Þessir gripir eru nú farnir að skila sér í sláturhús og því hægt að gera sér nokkra grein fyrir hvaða ávinningur liggur í innflutningnum fyrir framleiðslu nautakjöts hérlendis. Í því skyni skoðaði undirritaður sláturgögn ársins 2022 og bar saman afkvæmi hreinræktaðra íslenskra nauta sem áttu a.m.k. 100 afkvæmi með sláturgögn á árinu 2022 og afkvæmi holdnauta með sláturgögn á sama tíma.

Tölurnar sem hér fara á eftir ná til 4.230 afkvæma 22 íslenskra nauta, 156 afkvæma fimm Aberdeen Angus nauta frá Nautís, 78 afkvæma þriggja eldri Aberdeen Angus nauta, 9 afkvæma þriggja Limousine nauta og 7 afkvæma þriggja Galloway nauta. Skoðaðar voru fjórar mælistærðir, meðalaldur við slátrun, meðalfallþungi, meðalvöxtur á dag út frá fallþunga og meðalflokkun í holdfyllingarflokk.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru afkvæmi Angus nautanna frá Nautís langyngst við slátrun eða 21,8 mán. að meðaltali meðan afkvæmi hinna nautanna eru til jafnaðar meira en tveggja ára gömul við slátrun. Þetta sýnir að nýja erfðaefnið skilar mun meiri vexti og hraðari þroska en við höfum áður séð. Þó svo afkvæmi Angus nautanna frá Nautís komi mun yngri til förgunar eru þau síður en svo léttari. Þannig voru þau að meðaltali 311,8 kg á árinu 2022 og aðeins afkvæmi Limousine nautanna voru til jafnaðar þyngri. Þau voru hins vegar 27,0 mán. gömul til jafnaðar við förgun eða 5,2 mán. eldri að meðaltali.

Þessi munur kemur glöggt fram þegar skoðaður er meðalvöxtur þessara gripa á dag. Á mynd má sjá að afkvæmi Angus nautanna frá Nautís uxu til jafnaðar um 454,9 g/dag reiknað út frá fallþunga. Afkvæmi annarra nauta vaxa mun hægar eins og myndin sýnir glöggt.

Ef við horfum til flokkunar gripanna í holdfyllingarflokka kemur í ljós að afkvæmi Angus nautanna frá Nautís flokkast best.

Hér er meðalflokkun reiknuð þannig að U fær tölugildið 11, R tölugildið 8, O tölugildið 5 og P tölugildið 2. Flokkun upp á 8,0 þýðir þá að meðalflokkun væri R en 5,0 að meðalfokkun væri O. Afkvæmi Angus nautanna frá Nautís ná meðalflokkun 7,3 sem þýðir að meðalafkvæmið flokkast í R-. Afkvæmi annarra nauta ná ekki sömu holdfyllingu.

Með því að horfa á þessar tölur er alveg ljóst að framleiðsla nautakjöts getur tekið stórstígum framförum með því að notfæra sér þetta nýja erfðaefni. Bæði er það að hægt er að ala gripina mun skemur og á sama tíma ná mun betri holdfyllingarflokkun. Ef við reiknum á hvað meðalgripur þessara afkvæmahópa leggur sig á kemur eftirfarandi í ljós. (Sjá töflu að ofan). Á þessum samanburði sést að tekjur á hvern dag eru langmestar hjá afkvæmum Angus nautanna frá NautÍs. Hér er ekki reiknað með sláturálagsgreiðslum samkvæmt nautgriparæktarsamningi en út frá meðalþunga nær um helmingur alíslensku gripanna ekki þeim mörkum sem til þarf og einhver hluti Galloway blendinganna. Þegar kemur að framlegð þessara gripa er greinilegt að munurinn er enn meiri.

Afkvæmi Angus nautanna frá NautÍs koma til förgunar það miklu yngri að þau hafa innbyrt mun minna magn fóðurs á æviskeiðinu en afkvæmi hinna hópanna.

Þessar tölur sýna okkur svo ekki verður um villst að framleiðsla nautakjöts með því að nota Angus nautin frá NautÍs með markvissum hætti getur tekið algjörum stakkaskiptum. Allar forsendur eru fyrir því að hægt sé að ala þessa gripi einn vetur á húsi.

Þannig má minnka það rými sem þarf til framleiðslunnar til mikilla muna og/eða framleiða mun fleiri kg kjöts á hvern fermetra með mun minni fóðurnotkun á hvert kg kjöts auk þess að auka gæði þess kjöts sem framleitt er.

Þessi atriði gætu gert íslenska nautakjötsframleiðslu að arðbærri atvinnugrein en á undanförnum árum hefur rekstur greinarinnar skilað neikvæðri afkomu.

Möguleikarnir liggja í markvissri og víðtækri notkun þessa nýja erfðaefnis og þar eru sæðingar fljótvirkasta og auðveldasta leiðin.

Það er því beinlínis grátlegt að horfa upp á það að aðeins 17% notkunar holdasæðis á árinu 2022 var hjá þeim sem stunda eingöngu framleiðslu nautakjöts en 83% holdasæðis var notað hjá þeim sem stunda mjólkurframleiðslu með eða án framleiðslu nautakjöts.

Þetta verður að breytast eigi nautakjötsframleiðslan að taka þeim breytingum sem henni eru lífsnauðsynlegar.

Lækur 22401 (1662742-0050)
Lækur 22401 (1662742-0050)

Lækur 22401 (1662742-0050)

Fæddur 22. apríl 2022 Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
Ff. Horgen Erie NO74029
Fm. 1879 av Krogedal NO31897 
Fff. Horgen Bror NO55754
Ffm. Horgen Soria NO27377
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207

M. Birna-ET IS1662742-0007
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mm. Letti av Nordstu NO100514
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Mfm. Else fra Li NO30822
Mmf. Dunder av Bognes NO74025
Mmm. Janne av Nordstu NO39302

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur gripur með góðar herðar og vel holdfyllt læri þó fylling í innri lærum mætti vera aðeins meiri. Eilítið svagur í kjúkum með bratta klaufveggi og gengur á ytri klauf að aftan. Lækur er heilt yfir gerðarlegur og holdmikill gripur.

Umsögn: Fæðingarþungi var 38 kg. Við vigtun 25. apríl 2023 vó Lækur 506 kg og hafði því vaxið um 1.293 g/dag frá fæðingu. Lækur hefur frá fæðingu sýnt mikla og góða vaxtargetu.

Lilli 22402 (1662742-0053)

Lilli 22402 (1662742-0053)

Lilli 22402 (1662742-0053)

Fæddur 2. maí 2022 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:

F. Laurens av Krogedal NO74075
Ff. Horgen Erie NO74029
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Fff. Horgen Bror NO55754
Ffm. Horgen Soria NO27377
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207

M. Silla-ET IS1662742-0005
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mm. Lara av Høystad NO49943
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Mfm. Else fra Li NO30822
Mmf. Ivar fra Li NO74047
Mmm. Helle av Høystad NO34418

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Mjög fallegur gripur með mjög góða vöðvafyllingu, sérstaklega í innri lærum. Vel gerðar malir og holdmiklar herðar. Fótstaða er góð. Lilli vel gerður, holdmikill og glæsilegur gripur.

Umsögn: Fæðingarþungi var 39 kg. Við vigtun 25. apríl 2023 vó Lilli 491 kg og hafði því vaxið um 1.263 g/dag frá fæðingu. Lilli hefur ævinlega sýnt mjög mikla vaxtargetu.

Laki 22403 (1662742-0056)
Laki 22403 (1662742-0056)

Laki 22403 (1662742-0056)

Fæddur 5. maí 2021 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:

F. Laurens av Krogedal NO74075
Ff. Horgen Erie NO74029
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Fff. Horgen Bror NO55754
Ffm. Horgen Soria NO27377
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207
M. Vænting-ET IS1662742-0021
Mf. Horgen Erie NO74029
Mm. Maiken av Grani NO102576
Mff. Horgen Bror NO55754
Mfm. Horgen Soria NO27377
Mmf. First-Boyd fra Li NO74033
Mmm. Kari av Grani NO100428

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Mjög holdmikill gripur með vel holdfyllt og breið læri. Holdfylling á mölum og innri lærum mjög góð. Góð fótstaða en klaufveggir aðeins brattir. Laki er ákaflega vel gerður gripur með mikla holdfyllingu.

Umsögn: Fæðingarþungi var 37 kg. Við vigtun 25. apríl 2023 vó Laki 546 kg og hafði því vaxið um 1.434 g/dag frá fæðingu. Laki hefur ávallt sýnt mjög mikla og góða vaxtargetu. Eins og sjá má er Laki skyldleikaræktaður afkomandi Horgen Erie NO74029 sem er afi hans í báðar ættir.

Lárus 22404 (1662742-0058)
Lárus 22404 (1662742-0058)

Lárus 22404 (1662742-0058)

Fæddur 6. maí 2021 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
Ff. Horgen Erie NO74029
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Fff. Horgen Bror NO55754
Ffm. Horgen Soria NO27377
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Fmm.5207 av Krogedal NO25207
M. Lára-ET IS1662742-0015
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mm. Lara av Høystad NO49943
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Mfm. Else fra Li NO30822
Mmf. Ivar fra Li NO74047
Mmm. Helle av Høystad NO34418

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur gripur með góða vöðvafyllingu og breið og holdmikil læri en fylling innri læra mætti vera meiri. Fótstaða er sterkleg og góð en klaufveggir að aftan nokkuð brattir. Lárus er holdmikill og fallegur gripur á velli.

Umsögn: Fæðingarþungi var 38 kg. Við vigtun 25. apríl 2023 vó Lárus 512 kg og hafði því vaxið um 1.339 g/dag frá fæðingu. Lárus hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...