Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þorvaldur Kristjánsson.
Þorvaldur Kristjánsson.
Líf&Starf 13. febrúar 2015

Spennandi verkefni fram undan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dr. Þorvaldur Kristjánsson tók við starfi ábyrgðarmanns hrossaræktar RML um síðustu áramót. Þorvaldur er einn reyndasti kynbótadómari landsins og fjallaði doktorsritgerð hans um ganghæfni íslenskra hrossa.

Þorvaldur segir að í starfi sínu sem ábyrgðarmaður hrossaræktar sinni hann meðal annars skipulagi kynbótasýninga, samskiptum við dómara, skýrsluhaldi og samskiptum við hrossaræktarfélög erlendis sem rækta íslenska hesta auk fræðslu, leiðbeininga- og kynningarstarfs til hestamanna innanlands.

Ýmsar breytingar í skoðun

„Að mínu mati er stærsta verkefnið fram undan að endurskoða dómskalann fyrir kynbótahross og uppsetningu og framkvæmd kynbótasýninga. Ég tel að það sé kominn tími til að uppfæra skalann, skilgreina margt í honum á nákvæmari hátt og endurskoða uppsetningu kynbótasýninganna þannig að það standist betur kröfur samtímans.

Ég er enn að koma mér fyrir í starfi en hlakka til að takast á við verkefnin sem bíða mín,“ segir Þorvaldur.

Doktor í ganghæfni hrossa

Þorvaldur er fæddur árið 1977 í Reykjavík, sonur Geirlaugar Þorvaldsdóttur, leikkonu og kennara, og Ernis Kristjáns Snorrasonar læknis. Eftir grunnskóla fór Þorvaldur í Menntaskólann í Hamrahlíð og í framhaldi af því á Hóla í Hjaltadal. Að loknu búfræðiprófi á Hólum, þar sem megináherslan var á hrossarækt og tamningar, lá leiðin að Hvanneyri þar sem Þorvaldur útskrifaðist árið 2001 með Bsc-gráðu í búvísindum. Framhaldsmenntun Þorvaldar í kynbótafræðum fór jafnframt fram við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri en árið 2005 lauk hann meistaraprófi sínu frá skólanum en mastersritgerð hans fjallaði um erfðafjölbreytileika í íslenska hrossastofninum.

Þorvaldur varði doktorsverkefni sitt frá skólanum í nóvember á síðasta ári og er titill þess: Ganghæfni íslenskra hrossa – Áhrif sköpulags og breytileika í DMRT3 erfðavísinum.
Verkefnið fjallaði fyrst og fremst um það að kanna samband byggingar og hæfileika og styrkja hið huglæga mat á byggingu í kynbótadómum. Þorvaldur hefur starfað sem kynbótadómari í rúman áratug og er í dag einn reyndasti starfandi dómari landsins.

Skylt efni: Hrossarækt

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi