Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ólafur J'ohanna Sigurðsson.
Ólafur J'ohanna Sigurðsson.
Menning 9. september 2024

„Tínum tunglsljós af vötnum“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Ólafi Jóhanni Sigurðssyni.

Ólafur Jóhann fæddist í Hlíð í Garðahreppi árið 1918 en flutti fimm ára með foreldrum sínum að Litla-Hálsi í Grafningi og fjórum árum síðar að Torfastöðum í sömu sveit. Hann naut kennslu farkennara á veturna. Ungur fór hann til Reykjavíkur með það að markmiði að gerast rithöfundur.

Með ritstörfum stundaði Ólafur Jóhann verkamannavinnu og almenn sveitastörf 1934–40, var búsettur í Reykjavík frá 1939, var þar blaðamaður og síðan starfsmaður Helgafellsútgáfunnar 1940–44. Hann sótti m.a. fyrirlestra um nútímabókmenntir og skáldsagnaritun í Columbia University í New York veturinn 1943–44 og vann um árabil við handrita- og prófarkalestur, allt til ársins 1975.

Fyrstu verk Ólafs Jóhanns voru raunsæisskáldsögur þar sem hann lýsir nútímavæðingu íslensks þjóðfélags á 20. öld. Hann vakti strax athygli á sér 16 ára gamall með annarri bók sinni, Við Álftavatn, 1934, en skáldsagan Fjallið og draumurinn, sem kom út 1944, er af mörgum talin hans höfuðverk. Hann gaf einnig út ljóðasöfn, smásögur og barnabækur. Auk þess þýddi hann Mýs og menn eftir Steinbeck og samnefnt leikrit.

Ólafur Jóhann var í hópi virtustu rithöfunda hér á landi. Eftir hann liggja fimm smásögur, sex skáldsögur, tvær smáskáldsögur, fjórar barnabækur og fjögur ljóðasöfn. Hann hlaut Silfurhestinn árið 1972, og fyrstur Íslendinga bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976 fyrir ljóða- bækurnar Að laufferjum og Að brunnum.

Eiginkona Ólafs Jóhanns var Anna Jónsdóttir og eignuðust þau tvo syni, Jón Ólafsson haffræðing og Ólaf Jóhann Ólafsson, rithöfund. Ólafur Jóhann Sigurðsson lést árið 1988. 

Sumar

Söfnum sólskini af grasi,
tínum tunglsljós af vötnum!
Guðir gróðurs og birtu
eru gengnir að leikum:
aka eldreið um himin,
draga dagstjörnu úr moldu,
rótt í lágnættislogni
lyfta gullskildi bleikum.

Flýgur fiðrildi í kjarri,
liðast lækur um engjar,
óma söngvar í sefi,
sækir angan að vitum:
Fyllum forðabúr hjartans,
grípum geisla og hljóma,
þar sem óflekkuð ættjörð
unir björtustu litum.

Senn mun fiðrildum förlast,
dögg á dagstjörnu kólna,
leggir lyngjurta svigna,
laufið mæðast og blikna:
Söfnum sólskini af grasi,
tínum tunglsljós af vötnum,
meðan hrímnætur hvíla
handan jökla og vikna!

          Ólafur Jóhann Sigurðsson.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...