Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Mynd / aðsend
Menning 21. október 2024

Undirliggjandi minni

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Kvikmyndaverk byggt á æskuminningum þriggja einstaklinga sem ólust upp í Flóahreppi er sýnd þessa dagana í félagsheimilinu Félagslundi. Verkið „Undirliggjandi minni“ er eftir Ólaf Svein Gíslason.

Einstaklingarnir þrír sem eru í aðalhlutverki eru þau Guðjón Helgi Ólafsson frá Ásgarði, Anný Ingimarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu og Kristjana Ársól Stefánsdóttir. Þau leika einnig í kvikmyndinni ásamt börnum sem tengjast þeim. Myndin er byggð á æskuminningum þeirra þriggja en bernskuminningar liggja oft á mörkum þess ómeðvitaða en ekki er alltaf ljóst hvað er frásögn annarra og hvað er eigin upplifun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Minningar þátttakendanna tengjast á áhugaverðan hátt í fjósum tímans um og eftir 1970, þar sem miklar breytingar áttu sér stað í búskaparháttum. Upplifanir af bústörfum og heimilisfólki, kúm, fjósaköttum og músum vega þungt í huga barnanna Þannig er fjósið ákveðin þungamiðja verksins og var að hluta kvikmyndað í fjósinu í Gaulverjabæ. Kvikmyndin er jafnframt tekin upp utandyra, á stöðum sem tengjast eigin minningum þátttakenda, á heimabæjum og oftast við aðstæður þar sem hús, munir og fólk er horfið af vettvangi þess viðfangsefnis sem fjallað er um,“ segir í tilkynningunni.

Verkið verður sýnt daglega í Félagslundi til 20. október kl. 15–19 og eftir samkomulagi.

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.