Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Mynd / aðsend
Menning 21. október 2024

Undirliggjandi minni

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Kvikmyndaverk byggt á æskuminningum þriggja einstaklinga sem ólust upp í Flóahreppi er sýnd þessa dagana í félagsheimilinu Félagslundi. Verkið „Undirliggjandi minni“ er eftir Ólaf Svein Gíslason.

Einstaklingarnir þrír sem eru í aðalhlutverki eru þau Guðjón Helgi Ólafsson frá Ásgarði, Anný Ingimarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu og Kristjana Ársól Stefánsdóttir. Þau leika einnig í kvikmyndinni ásamt börnum sem tengjast þeim. Myndin er byggð á æskuminningum þeirra þriggja en bernskuminningar liggja oft á mörkum þess ómeðvitaða en ekki er alltaf ljóst hvað er frásögn annarra og hvað er eigin upplifun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Minningar þátttakendanna tengjast á áhugaverðan hátt í fjósum tímans um og eftir 1970, þar sem miklar breytingar áttu sér stað í búskaparháttum. Upplifanir af bústörfum og heimilisfólki, kúm, fjósaköttum og músum vega þungt í huga barnanna Þannig er fjósið ákveðin þungamiðja verksins og var að hluta kvikmyndað í fjósinu í Gaulverjabæ. Kvikmyndin er jafnframt tekin upp utandyra, á stöðum sem tengjast eigin minningum þátttakenda, á heimabæjum og oftast við aðstæður þar sem hús, munir og fólk er horfið af vettvangi þess viðfangsefnis sem fjallað er um,“ segir í tilkynningunni.

Verkið verður sýnt daglega í Félagslundi til 20. október kl. 15–19 og eftir samkomulagi.

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...