Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Söfnum söfnum í sumar
Menning 21. júní 2023

Söfnum söfnum í sumar

Höfundur: Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS.

Nú er sumarið að koma og eflaust mörg sem ætla sér að njóta þess að vera í sumarfríi og ferðast um landið, heimsækja vini og ættingja eða skoða nýjar slóðir. Þegar ferðast er um landið má víða finna spennandi söfn, setur og sýningar, sem höfða vel til ólíkra hópa og fólks á öllum aldri.

Höfundur, prúðbúinn á Árbæjarsafni.

Söfnin í landinu eru auðvitað gífurlega fjölbreytt. Minja- og byggðasöfn má finna víða, auk lista- og náttúrugripasafna og margvíslegra sýninga. Sjálf hef ég reynt að vera dugleg að heimsækja söfn, bæði þau söfn, gömul og ný, sem ég hef ekki skoðað áður og svo er ég fastagestur á öðrum. Mörg söfnin eru síbreytileg og þar eru reglulegar settar upp nýjar og spennandi sýningar. Auk þess finnst mér að þó ég sé að skoða sama safnið kannski í tíunda skiptið, sé ég alltaf að rekast á eitthvað sem ég hef ekki tekið eftir áður, alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég hef líka alltaf verið safnari sjálf og safnað furðulegustu hlutum yfir ævina. Sem barn átti ég gríðarstórt sælgætissafn og svo safnaði ég um tíma töppum af gosflöskum. Ég eyddi svo löngum tíma í að telja og flokka bæði nammi og tappa.

Þegar ég eltist og flutti að heiman hafði ég svo ekki lengur pláss fyrir allt þetta dót. Nú safna ég fyrst og fremst upplifunum, eins og svo margir Það er svo gaman að upplifa nýja hluti, ferðast og njóta, skoða og snerta og prófa og vera með í alls konar ævintýrum.

Það getur hins vegar reynst erfiðara að hafa yfirlit yfir það safn, kannski helst með því að vera dugleg að taka myndir og miðla þeim.

Nú nýverið opnaði vefurinn www.sofn.is. Þar er listi yfir söfn, setur og sýningar á Íslandi, sem hægt er að heimsækja og skoða.

Hægt er að skrá sig inn á vefinn og merkja við þá staði sem fólk hefur heimsótt og þá um leið sést hverja á eftir að skoða. Sjálf hef ég heimsótt 44% þeirra, samkvæmt vefnum, og samkvæmt kortinu er augljóst að ég hef verið duglegust að skoða söfn á Vestfjörðum. Mér sýnist ég hins vegar hafa góða ástæðu til að heimsækja Norðurlandið í sumar, til að ná að merkja við fleiri staði.

Það er skemmtileg áskorun að safna söfnum, setrum og sýningum í sumar og ég hvet ykkur til að taka þátt í henni með mér!

Það má gjarnan merkja myndir sem teknar eru á söfnum með #söfnumsöfnum og ef einhver hefur afrekað að heimsækja þau öll, má svo gjarnan hafa samband og láta okkur vita. Allar nánari upplýsingar um það má finna á vefnum.

Góða safna-skemmtun í sumar!

Skylt efni: söfnin í landinu

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Teflt á netinu
Líf og starf 6. september 2024

Teflt á netinu

Vinsældir netskákar náðu hámarki á Covid- tímunum og vinsælasti vefurinn, chess....

TTK, Tik Tok og skyr
Líf og starf 4. september 2024

TTK, Tik Tok og skyr

Haustið er farið að banka ansi hraustlega á gluggann hjá okkur flestum og hitatö...

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni
Líf og starf 4. september 2024

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni

Jörð, ár, fjöll og tré. Þögul gljúfur, iðandi lækir og gróskumiklar grænar lauti...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga