Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvammshlíðardagatalið
Menning 13. desember 2023

Hvammshlíðardagatalið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, gefur út sitt skemmtilega dagatal í sjötta sinn.

Almanakið er í stóru broti og inniheldur fróðleik og ljósmyndir. Hver síða er ríkulega myndskreytt, ýmist með myndum frá sveitalífinu í Hvammshlíð, eða eldri myndum sem Karólína fékk sendar úr myndasöfnum héðan og þaðan. Með hverjum mánuði fylgir upplýsingasíða þar sem ólíkum þemum eru gerð skil. Þar má nefna ferðalög á árum áður, engjaheyskap, göngur á haustin, gjóskulög og fleira áhugavert.

Dagatalinu fylgir þéttskrifaður sex síðna viðauki í A4 broti. Þar er farið yfir sögu gamalla almanaksdaga, gömlu íslensku mánaðanna og annarra tímabila sem ekki eru í almennri notkun. Þá eru skýringar á fjölmörgum mælieiningum sem hafa dottið úr notkun, eins og alin, eykt eða pottur. Karólína hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir frumkvöðlastarf sitt í riðurannsóknum í íslensku sauðfé. Hún býr á innsta bænum í Norðurárdal í Austur-Húnavatnssýslu, skammt frá Þverárfellsvegi. Í dagatalinu eru myndir af íbúunum í Hvammshlíð, það er Karólínu, hverjum smalahundi, hesti og kind. Dagatalið er hægt að fá á ýmsum stöðum, eða beint frá Karólínu.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...