Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk.
Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk.
Mynd / Laura Sundholm
Líf og starf 29. ágúst 2022

Ungstirni á Norðurlandamóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ungir íslenskir knapar stóðu uppi sem sigurvegarar á Norðurlandamóti í hestaíþróttum sem fór fram á Álandseyjum um miðjan ágúst.

Matthías Sigurðsson og Roði frá Garði unnu til tvennra verðlauna.

Matthías Sigurðsson sigraði þar tölt ungmenna á gæðingnum Roða frá Garði en þeir nældu sé enn fremur í silfurverðlaun í fjórgangi. Hann bætti svo enn einni fjöður í hattinn þegar hann varð í 3. sæti í unglingaflokki gæðinga á Caruzo frá Torfunesi.

Eysteinn Tjörvi Kristinsson sigraði ungmennaflokk gæðinga nokkuð örugglega á keppnishesti sínum, Lauk frá Varmalæk, sem hann flutti með sér til Álandseyja til þátttöku á mótinu.

Í flokki fullorðinna sigraði Leikur frá Lækjarmóti úrslit A-flokks gæðinga undir stjórn Helgu Unu Björnsdóttur. Helga hafði tekið við hestinum í úrslitum fyrir James Faulkner sem hafði komið tveimur gæðingum inn í úrslit, en hann reið sjálfur Eldjárni frá Skipaskaga sem endaði í 7. sæti.

Lið Svíþjóðar vann liðabikar mótsins sem stigahæsta þjóðin sem hlutu flest verðlaun mótsins. Danir voru einnig sigursælir í hringvallargreinum, unnu tölt, fjórgang ásamt því að eiga sigurvegara í öllum flokkum slaktaumatölts.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...