Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 2. september 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn öðlast nú nýtt líf með opnari samskiptum og ævintýrahug. Fjárhagsstaðan er á uppleið, en nýtt samstarf mun leiða til vaxtar og ýta undir velgengni hans. Einhver veikindi eru í kortunum sem eru þó háð tilfinningalegu jafnvægi og ætti vatnsberinn að gæta sérstaklega að hvíld. Happatölur 15, 78, 2.

Fiskurinn finnur hve ástin er honum blíð og dýrmæt, en nú dýpka sterkustu tengingar hjarta hans og verða órjúfanlegar. Mikilvægt er að huga að heilsunni, hlusta á líkamann og hvíla sig vel. Í vinnunni er fisknum bent á að mikilvægt sé að treysta innsæinu á sjálfan sig og aðra og ekki láta óöryggi halda aftur af sér. Happatölur 34, 12, 26.

Hrúturinn má eiga von á því að ástin banki upp á, sérstaklega ef hann er opinn og einlægur við sjálfan sig jafnt sem aðra. Fjármálin batna hægt og rólega en þar ætti að forðast skyndiákvarðanir. Aukin ábyrgð býðst í vinnu og honum ráðlagt að vera óhræddur við að taka þeirri áskorun. Happatölur 15, 22, 21.

Nautið má eiga von á rólegum og uppbyggjandi tíma ástarinnar – góðri tengingu við þá sem eru því næstir. Fjármálin eru stöðug en þar er möguleiki á óvæntum tekjum í formi gjafar. Líkamleg orka er góð, en nautið þarf að hugsa vel um sig og forðast ofáreynslu, hvort sem er á líkama eða sál. Happatölur 6, 36, 11.

Tvíburinn þarf að velta fyrir sér möguleikanum á að ekki sé allt svart eða hvítt. Honum er ráðlagt að huga að mataræði og hreyfingu, muna að borða prótein í hvaða mynd sem er. Miklar breytingar eru í vændum þar sem tvíburinn nýtur samskiptahæfileika sín til að leiða aðra í gegnum þær. Happatölur 18, 34, 5.

Hjá krabbanum er ástin viðkvæm og meðal annars mikilvægt að taka til umræðu þarfir þeirra sem standa honum nærri. Ró og sjálfsumhyggja eru hér lykilorðin en þá ætti allt að vera á uppleið. Í starfi gæti krabbinn fundið innri hvöt til breytinga - nú er tími til að skoða nýjar leiðir. Happatölur 14, 17, 8.

Ljónið er fullt orku sem það ætti að nýta í hreyfingu og sköpun enda batna fjármálin verulega ef ljónið nýtir skapandi nálgun sína út fyrir heildarmyndina. Nú er frábær tími til að sýna frumkvæði eða biðja um stöðuhækkun. Ljónið þarf að gæta að heilsunni og þá matarræðinu einna helst, drekka nóg af vatni. Happatölur 1, 12, 18.

Meyjan þarf að setja sínar eigin þarfir í forgang. Forðast þó óþarfa útgjöld og aga sig svolítið hvað varðar fjármálin. Engar pizzur eða vitleysisgang næstu vikur. Í skóla eða vinnu skal meyjan forðast átök en frekar leita lausna í samvinnu – enda er þetta mánuður til að stilla strengi en ekki rífa þá. Happadrættisvinningur verður nánustu fjölskyldu til góðs. Happatölur 8, 27, 44.

Vogin þarf að minna sig á að í samskiptum skiptir traust öllu og opnar samræður styrkja tengsl. Heilsan er mikilvæg nú á haustmánuðum og vogin er enn og aftur minnt á ágæti svefns og slökunar. Hún ætti að umvefja sig ástvinum sínum þegar í harðbakka slær og vera óhrædd við að deila sínum innstu hugarórum. Áræðni og þolinmæði er lykillinn að árangri í ágúst. Happatölur 26, 19, 31.

Sporðdrekinn þarf að bretta upp ermarnar þegar kemur að ástarlífinu, en ýmis mál krefjast hreinskilni. Fjármálin eru á uppleið og sú velgengni litar næstu mánuði. Heilsan þarfnast meira jafnvægis og gott að taka sér hlé um leið og fundið er fyrir streitu. Í vinnu eru tækifæri til vaxtar svo framarlega sem sporðdrekinn hefur trú á leið sinni. Happatölur 99, 42, 43.

Bogmaðurinn mun nú upplifa spennandi tíma í málum hjartans og eldri sambönd koma á óvart. Mögulegt ferðalag er í spilunum, eitthvað sem verður til mikilla fjárútláta – en verður að sama skapi bogmanninum til góðs. Áhersla er lögð á heilsuna, en huga þarf að sveigjanleika bæði í líkama og sálu. Happatölur 45, 15, 72.

Tilfinningamál steingeitarinnar krefjast þolinmæði og þarf steingeitin á taka honum stóra sínum. Hlusta og meta hlutina sjálf. Heilsan verður í jafnvægi ef hugurinn er rór. Í vinnunni ætti steingeitin að sýna frumkvæði og vera óhrædd við að bera hugmyndir sínar á borð. Happatölur 77, 16, 48.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...