Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sandlóa.
Sandlóa.
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðlóuna, ættu allir að þekkja. Sandlóa er fremur lítil og er með minnstu vaðfuglum sem finnast hérna. Ólíkt öðrum vaðfuglum þá er hún með fremur stutt nef og stutta fætur. Hún sækir líka meira í þurrlendi en aðrir vaðfuglar. Sandlóur eru nokkuð félagslyndar utan varptíma og sjást gjarnan nokkrar saman. En þegar að varpinu kemur þá helga þær sér óðul og verpa pörin stök. Hún verpir víða um land allt, algengust við sjóinn en finnst einnig á melum og áreyrum inn til landsins. Eins og nafnið gefur til kynna þá heldur hún sig einkum á sendnu landi. Hreiðrið er fremur fábrotið, jafnvel bara smá dæld í sandi eða möl. Sandlóa er að öllu leyti farfugl og eru vetrarstöðvarnar á Bretlandseyjum, í Vestur- og Suðvestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...

Lómur
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tvei...

Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er...

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Líf og starf 8. október 2024

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum

Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.

Mikil spenna í úrslitaleiknum
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höf...

Nýting náttúruauðlindanna
Líf og starf 7. október 2024

Nýting náttúruauðlindanna

Í aldanna rás hafa Íslendingar lært að nýta ríkar náttúruauðlindir landsins til ...

Lindifura út úr kú
Líf og starf 7. október 2024

Lindifura út úr kú

Skógarsúkkulaði með lindifuruolíu er nýlunda á íslenskum súkkulaðimarkaði.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...