Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sandlóa.
Sandlóa.
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðlóuna, ættu allir að þekkja. Sandlóa er fremur lítil og er með minnstu vaðfuglum sem finnast hérna. Ólíkt öðrum vaðfuglum þá er hún með fremur stutt nef og stutta fætur. Hún sækir líka meira í þurrlendi en aðrir vaðfuglar. Sandlóur eru nokkuð félagslyndar utan varptíma og sjást gjarnan nokkrar saman. En þegar að varpinu kemur þá helga þær sér óðul og verpa pörin stök. Hún verpir víða um land allt, algengust við sjóinn en finnst einnig á melum og áreyrum inn til landsins. Eins og nafnið gefur til kynna þá heldur hún sig einkum á sendnu landi. Hreiðrið er fremur fábrotið, jafnvel bara smá dæld í sandi eða möl. Sandlóa er að öllu leyti farfugl og eru vetrarstöðvarnar á Bretlandseyjum, í Vestur- og Suðvestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...