Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ögurballið 2021
Líf og starf 20. júlí 2021

Ögurballið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið árlega Ögurball var haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí sl. og fór vel fram í blíðskaparveðri. Hljómsveitin Þórunn & Halli tróðu upp að vanda en þau hafa spilað óslitið á Ögurballi frá 1999 og eru æviráðin. Erpur Eyvindarson tróð svo upp í hléi, en hann hefur verið svonefndur pásutrúður ballsins í fjölmörg ár.

Á Ögurballi koma kynslóðirnar saman og skemmta sér á alvöru gamaldags sveitaballi þar sem hefðirnar og rómantík svífur yfir vötnum. Ögurball teygir sig orðið yfir heila helgi, með ýmsum atriðum og er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Ballið er haldið í samkomuhúsi sveitarinnar sem var byggt 1925. Andlit Ögurballsins er sendiherra viðburðarins og í ár var það Mosfellingurinn Una Hildardóttir sem leiðbeindi nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði, stuð og ósvikna stemningu.

Thelma Rut Hafliðadóttir einn skipuleggjenda segir langa hefð fyrir þessu fornfræga balli: „Fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim til að skerpa ögn á þeim."

Skylt efni: Ögurball

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...