Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Músarrindill
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2023

Músarrindill

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Músarrindill er afar smár, kvikur og forvitinn fugl. Þeir eru reyndar nokkuð felugjarnir þótt þeir séu forvitnir. Mannaferðir eða óvenjuleg hljóð duga oft til að þeir komi til að kanna hvað er um að vera. Forvitnin hefur jafnvel átt það til að leiða þá inn um opna glugga eða opnar dyr. Ekki er langt síðan músarrindill var minnstur íslenskra fugla en nú hefur glókollur steypt honum af stóli og tekið titilinn sem sá minnsti. Músarrindillinn er hins vegar mjög lítill, eða um 9-10 cm að lengd og ekki nema 15 grömm. Íslenski músarrindillinn er staðfugl og sérstök undirtegund sem er stærri og dekkri en frændur hans í Evrópu. Þeir eru útbreiddir um allt land en þá helst á láglendi. Þar verpa þeir í birkikjarri, hrauni eða urð. Þeir gera sér hreiður undir bökkum eða sprungum í hrauni. Þeir eru einfarar og yfir vetrarmánuðina má oft finna staka músarrindla við opnar ár, skurði eða vatnsbakka. Þeir eru afar duglegir varpfuglar og verpa 6–8 eggjum jafnvel tvisvar yfir sumartímann. Myndin hérna að ofan er af ungahóp sem er nýbúinn að yfirgefa hreiður, ef vel er skoðað má sjá sex unga sem hafa þjappað sér saman líkt og þeir séu enn þá í hreiðrinu

Skylt efni: fuglinn

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...

Útlitið er ekki allt
Líf og starf 8. júlí 2024

Útlitið er ekki allt

„Sko, þetta hús byggði Síldarverksmiðja ríkisins árið 1943 og hér voru skrifstof...

Drottingarfórn fyrir mát ... aftur
Líf og starf 8. júlí 2024

Drottingarfórn fyrir mát ... aftur

Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Lyngbrekku í Reykjadal tefldi skák fyrir 10 árum ...