Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Maríuerla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 4. júlí 2023

Maríuerla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Maríuerla er lítill, kvikur og flugfimur spörfugl. Hún er útbreidd um mest allt land, einkum niðri á láglendi en einnig finnast fuglar nærri mannabústöðum á hálendinu. Hún er skordýraæta og veiðir helst flugur, bjöllur og fiðrildi. Hún veiðir skordýrin á flugi eða á jörðinni þar sem þær geta hlaupið mjög hratt. Þær hafa langt stél sem þær veifa í sífellu þegar þær sitja eða eru bröltandi á jörðinni. Þessi hegðun er reyndar einkennandi fyrir tegundir af erluætt og draga þær enska heitið sitt, wagtail, af þessari hegðun. Maríuerlur eiga það til að gera sér hreiður í mannabústöðum, klettum eða jafnvel grenitrjám. Venjulega gerir hún hreiðrin frekar hátt uppi og í grenitrjám getur það verið 4-5 m frá jörðinni. Hún er að öllu leyti farfugl hérna á Íslandi enda er hún sérhæfð skordýraæta og lítið er af skordýrum á Íslandi yfir vetrartímann. Þær koma venjulega til landsins í maí þótt fyrstu fuglarnir komi jafnvel upp úr miðjum apríl. Þær fljúga síðan til Vestur-Afríku á haustin og eru venjulega allir fuglar farnir í síðasta lagi í september. Það er ekki hægt að segja að maríuerla sé beint hljóðlátur fugl en hljóðið er engu að síður fjörlegt og vinalegt.

Skylt efni: fuglinn

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...