Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hér má sjá Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur við mælingar á hrossum á Hólum síðastliðið sumar
Hér má sjá Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur við mælingar á hrossum á Hólum síðastliðið sumar
Líf og starf 4. október 2023

Mælingar hrossa utan kynbótasýninga

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur tekið upp þá nýjung að nú verður hægt að óska eftir mælingum á hrossum utan kynbótasýninga.

Mælingamenn, starfsfólk RML, munu annast þær mælingar hérlendis. Mælingarnar verða skráðar og vistaðar í gagnabankanum, upprunaættbók íslenska hestsins, Worldfeng (WF).

Hægt verður að mæla hvort sem um ræðir kynbótahross, keppnishross eða hinn almenna reiðhest – en hrossin þurfa að sjálfsögðu að vera grunnskráð og örmerkt.

Öll mál skráð og vistuð

Öll hefðbundin mál eru tekin, skráð og vistuð og verða þá öllum notendum WorldFengs aðgengileg. Einnig verður í boði að mæla eistnastærð stóðhesta. Athygli er vakin á því að þessar mælingar teljast þó ekki sem grunnur sköpulagsdóma á kynbótasýningum, þar sem öll hross skulu mælast á sýningarstað.

Nýtist mörgum vel

Pétur Halldórsson, ráðunautur á búfjárræktarsviði RML, segir hugmyndina að þessari viðbót í WF hafa kviknað í störfum sínum á Landsmóti.

„Ég hef verið sýningarstjóri kynbótahrossa á Landsmóti í
þó nokkur skipti, sem er frekar annasamt starf eitt og sér, en iðulega hef ég verið beðinn um að mæla einnig keppnishross á Landsmóti, þá hæð á herðar og lengd hófa svo þau séu lögleg í keppni.“

Pétur telur að þessi viðbót muni nýtast mörgum vel „Eigendur keppnishrossa fá þarna tækifæri til að mæla sín hross enda eru reglur um hófalengd í keppni afleiða herðamáls.

Sömu reglur gilda um hófalengd hrossa í kynbótasýningum og gæti
því nýst eigendum og þjálfurum trippa í tamningu og þjálfun fyrir fyrsta kynbótadóm mjög vel,“ segir Pétur.

Nýtist líka seljendum hrossa

„Þessi nýjung ætti líka að nýtast vel seljendum hrossa, sem og væntanlegum kaupendum, þar sem ítarlegri upplýsingar um gripi liggja þá fyrir áður en kaup eru gerð.

Stóðhestaeigendur geta líka nýtt sér þessa viðbót og óskað eftir mælingum á eistnastærð. Sá möguleiki skapar eigendum og ræktendum svigrúm til að huga að eistnaheilbrigði ungra hesta í tíma,“ bætir hann við.

Verðmæti í gögnum WF

Pétur segir að annar stór ávinningur með þessari viðbót og auknum mælingum sé sá að með þessum hætti er gögnum safnað um hross sem alla jafna koma ekki til kynbótasýninga. „Þarna fáum við tækifæri til að safna saman enn meira af gögnum sem geta m.a. nýst til rannsókna í framtíðinni. Mikil verðmæti eru fólgin í þeim gögnum sem WF býr yfir og þau aukast dag frá degi. Það mun koma enn betur í ljós á næstu árum þegar farið verður að meta DNA og arfgerðarsýni í leit að erfðavísum sem tengjast ákveðnum eiginleikum og ýmislegt fleira – svo spennandi að mig setur algerlega hljóðan.

Gagnasafn WorldFengs er grunnforsenda þeirra framfaraskrefa sem næst verða stigin,“ segir Pétur að lokum.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu RML, www.rml.is. 

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...