Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Landslið Íslands í opnum flokki.
Landslið Íslands í opnum flokki.
Mynd / Bridgesamband Íslands/Pétur Fjeldsted
Líf og starf 23. júní 2025

Kerfissigur á NM

Höfundur: Björn Þorláksson

Íslandi gekk ekki sem skyldi á Norðurlandamótinu í bridds sem fram fór á Laugarvatni nýverið. Allar Norðurlandaþjóðirnar náðu betri árangri en Íslendingar ef undan eru skildir Færeyingar. Sumpart má kenna óheppni um niðurstöðuna en áleitnum spurningum um hvernig hægt er að ná því besta út úr liðinu er ósvarað á sama tíma og allir virðast sammála um að sterkustu spilarar landsins skipi opna flokkinn. Reynslan af keppninni verður vonandi gulls ígildi fyrir báða flokka.

Þeir Magnús E. Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson, landsliðsmenn opna flokksins, uppskáru ríkulega eftir stífar kerfisæfingar undanfarið þegar upp kom spil í mótinu þar sem gafst kostur á að nýta leynivopn sem þeir búa yfir í sagnkerfinu.

Eftir opnun Sigurbjörns á tveimur laufum sem lofaði sterkum spilum og 2 tígla biðsögn Magnúsar, gat Sigurbjörn meldað 3 hjörtu sem táknaði einspil í spaða eða minna (!) og lengd í hinum litunum.

Eftir að Magnús samþykkti tromplit með 4 laufum beið Sigurbjörn ekki boðanna og negldi sjö laufum á borðið. Frábær slemma að því gefnu að trompið liggi 3-2. Glæsilega meldað.

Sigurbjörn vakti athygli á því að það væri hálfgert óréttlæti að 7 tíglar skyldu einnig vinnast í þessari legu.

Mjög fá borð náðu alslemmunni og kom jafnvel fyrir að aðeins væri meldað geim.

Briddsþáttur Bændablaðsins mun fjalla um fleiri spil úr mótinu í næstu tölublöðum.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f