Landslið Íslands í opnum flokki.
Landslið Íslands í opnum flokki.
Mynd / Bridgesamband Íslands/Pétur Fjeldsted
Líf og starf 23. júní 2025

Kerfissigur á NM

Höfundur: Björn Þorláksson

Íslandi gekk ekki sem skyldi á Norðurlandamótinu í bridds sem fram fór á Laugarvatni nýverið. Allar Norðurlandaþjóðirnar náðu betri árangri en Íslendingar ef undan eru skildir Færeyingar. Sumpart má kenna óheppni um niðurstöðuna en áleitnum spurningum um hvernig hægt er að ná því besta út úr liðinu er ósvarað á sama tíma og allir virðast sammála um að sterkustu spilarar landsins skipi opna flokkinn. Reynslan af keppninni verður vonandi gulls ígildi fyrir báða flokka.

Þeir Magnús E. Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson, landsliðsmenn opna flokksins, uppskáru ríkulega eftir stífar kerfisæfingar undanfarið þegar upp kom spil í mótinu þar sem gafst kostur á að nýta leynivopn sem þeir búa yfir í sagnkerfinu.

Eftir opnun Sigurbjörns á tveimur laufum sem lofaði sterkum spilum og 2 tígla biðsögn Magnúsar, gat Sigurbjörn meldað 3 hjörtu sem táknaði einspil í spaða eða minna (!) og lengd í hinum litunum.

Eftir að Magnús samþykkti tromplit með 4 laufum beið Sigurbjörn ekki boðanna og negldi sjö laufum á borðið. Frábær slemma að því gefnu að trompið liggi 3-2. Glæsilega meldað.

Sigurbjörn vakti athygli á því að það væri hálfgert óréttlæti að 7 tíglar skyldu einnig vinnast í þessari legu.

Mjög fá borð náðu alslemmunni og kom jafnvel fyrir að aðeins væri meldað geim.

Briddsþáttur Bændablaðsins mun fjalla um fleiri spil úr mótinu í næstu tölublöðum.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. júlí 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn á von á ánægjulegum framgangi í málum ástarinnar þar sem vonbiðlarni...

Hátíðir í sumar
Líf og starf 11. júlí 2025

Hátíðir í sumar

Í sumar verður fjöldi hátíða víða um land og auðvitað fjölbreytt dagskrá um sjál...

80 þúsund gestir á síðasta ári
Líf og starf 8. júlí 2025

80 þúsund gestir á síðasta ári

Geosea, eða Sjóböðin á Húsavík, voru opnuð í lok sumars 2018. Í dag eru 12 ársve...

Lesið í fannir
Líf og starf 8. júlí 2025

Lesið í fannir

Kannski er ekkert sumarlegt að fjalla um fannir í júní. Og þó – þegar betur er a...

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux
Líf og starf 7. júlí 2025

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux

Enn af þýðingum og aftur kemur Þórhildur Ólafsdóttir við sögu hér í Hriflunni. F...

Kynning á íslenskum mat í Japan
Líf og starf 7. júlí 2025

Kynning á íslenskum mat í Japan

Íslandsstofa ásamt utanríkisþjónustunni og sendiráði Íslands í Japan skipulagði ...

17 impa slys
Líf og starf 7. júlí 2025

17 impa slys

Mikil umræða hefur orðið meðal íslenskra keppnisspilara síðustu vikur hvort drag...

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar
Líf og starf 4. júlí 2025

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar

Mikilvægt er að uppskera rabarbara á réttan hátt svo að rótin rotni ekki.