Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Jaðrakan
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 14. júlí 2023

Jaðrakan

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Jaðrakan er fremur stór vaðfugl, hann er alfarið votlendisfugl og einn af einkennisfuglum votlendis á láglendi. Líkt og margir vaðfuglar er hann háfættur, með langan háls og langt nef. Hann er útbreiddur um mest allt land en þó að mestu eða alfarið á láglendi og telur stofninn um 68.000 varppör. Þeir verpa í eða í nágrenni við alls konar votlendi og fela hreiðrin sín iðulega mjög vel. Jaðrakan er alfarið farfugl á Íslandi og heyra íslenskir jaðrakanar til sérstakrar undirtegundar (L.I. islandica). Þeir hafa vetrardvöl að mestu á Bretlandseyjum en einnig í Vestur-Evrópu og suður til Spánar. Jaðrakan getur verið fremur hávær, sérstaklega á varpstöðvum þar sem hann er nokkuð órólegur. En hljóðið í honum er nokkuð einkennandi hávært og hvellt „vaddúddí - vaddúddí“.

Skylt efni: fuglinn

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...