Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hrafninn
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 24. apríl 2023

Hrafninn

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrafninn, eða krummi, er vel þekktur í íslensku fuglafánunni. Hann er stærstu allra spörfugla og auðþekkjanlegur á stærð, útlit og hljóði. Hans er víða getið í þjóðsögum, vísum, söngtextum, göldrum og hjátrú. Þeir eru hrekkjóttir og uppátækjasamir líkt og fuglinn á myndinni sem var að tína lauf og greinar af ösp. Þeir eru einstaklega gáfaðir og enn þann dag í dag eru rannsóknir að sýna fram á að þeir fuglar sem eru í ætt hröfnunga (hrafnar, krákur, skjór o.fl) sýna einstaka hæfileika í að leysa verkefni, búa til áhöld, eru minnugir t.a.m. á andlit, og margir hæfileikar þeirra er eitthvað sem áður var talið að væri eingöngu að finna í fari manna. Hér á Íslandi eru hrafnar útbreiddir um allt land. Hrafninn helgar sér óðal sem hann ver af miklum krafti. Þeir verpa gjarnan í klettum og giljum en nokkuð er um að þeir geri sér líka hreiður í alls konar mannvirkjum. Undanfarin ár hefur síðan færst í aukana að þeir geri sér hreiður í trjám. Þeir parast snemma og má búast við því nú þegar að fuglar séu farnir að huga óðali sínu.

Skylt efni: fuglinn

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...

Viðburðaríkt ár framundan
Líf og starf 3. apríl 2024

Viðburðaríkt ár framundan

Landbúnaðarsafn Íslands rekur sögu sína til ársins 1940, þegar komið var upp saf...

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný
Líf og starf 3. apríl 2024

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný

Sveitir landsmanna iðuðu á árum áður af spilamennsku. Nú er unnið að því að glæð...