Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Næsta sumar verður boðið upp á skipulagðar hestaferðir þar sem fólk mætir með sína eigin hesta og þau hjónin sjá um rest.
Næsta sumar verður boðið upp á skipulagðar hestaferðir þar sem fólk mætir með sína eigin hesta og þau hjónin sjá um rest.
Mynd / Martina Holmgren
Líf og starf 16. október 2023

Heillaðist af íslenska hestinum og flutti til Íslands

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Á bænum Mið-Grund undir Eyjaföllunum býr kona að nafni Martina Holmgren ásamt fjölskyldu sinni. Martina er ættuð frá Svíþjóð og starfaði sem fjármálaráðgjafi í Stokkhólmi þegar hún ákvað að elta drauminn og flytja til Íslands til þess að starfa með íslenska hestinum.

Martina Holmgren.

Martina ólst upp í Svíþjóð og komst þar í kynni við íslenska hestinn sem ung stelpa. Hún heillaðist af hestinum og ákvað að hún yrði að heimsækja Ísland. Hún kom hingað til lands fyrst árið 2009 og varð ástfangin af landi og þjóð. Ekki leið á löngu þar til hún var farin að eyða öllum sínum frítíma hérlendis og dreymdi um að einn daginn myndi hún eignast hér hesthús fullt af íslenskum gæðingum. Í tíma sínum hérlendis starfaði hún við þjálfun hesta og hreifst af því hvernig hestar eru haldnir og hvað þeir búa við mikið frjálsræði, í stórum hjörðum á víðfemnu landsvæði og hlaupa frjálsir í hestaferðum.

Lifir drauminn

Hún átti sér draum um að setja upp starfsemi hérlendis í kringum íslenska hestinn, að bjóða upp á reiðskóla fyrir börn, hestaleigu og hestaferðir fyrir bæði Íslendinga og ferðamenn.

„Það kom að því að ég fékk leið á því að vinna á skrifstofu, horfa á tölvuskjáinn og fletta pappírum. Draumurinn var að vinna með íslenska hestinum og einn daginn lét ég verða af því og flutti til Íslands. Síðan eru liðin 10 ár. Ég kynntist svo manninum mínum fljótlega eftir komuna hingað til lands og í stuttu máli sagt þá stofnuðum við fjölskyldu og eigum í dag þrjú börn saman.“

Þau ákváðu að taka við búi foreldra mannsins hennar og í dag eru þau búsett á Mið­Grund, en þar var áður rekið kúabú. „Við höfum breytt hluta af fjósinu í hesthús og komið okkur upp ágætri aðstöðu. Við ætlum að reka hér hestaleigu allan ársins hring, þar sem fólk getur bókað bæði styttri og lengri dagsferðir með leiðsögumanni. Við erum staðsett á milli fjalls og fjöru og hér í kring eru skemmtilegar reiðleiðir s.s. að Reynisfjöru og Írafossi.“

Í sumar var einnig boðið upp á reiðskóla fyrir börn og unglinga. „Það var hluti af draumnum að bjóða upp á reiðskóla. Ég sótti reiðskóla sjálf sem barn og unglingur og það gaf mér mikið, mig langaði því að endurgjalda gjöfina og bjóða upp á reiðskóla og starfsemi fyrir börn og unglinga. Það er svo gaman að upplifa gleði barnanna í samvistum þeirra með hestinum, að fylgjast með þeim læra að umgangast hestinn, að ná tökum á stjórnun hans og ásetu sinni. Hvernig þau eflast og styrkjast. Í sumar komu hingað 150 börn í reiðskólann og allt gekk ótrúlega vel,“ segir Martina.

Martina er stórhuga og lætur hlutina gerast. Nýjasta hugmynd hennar er sú að bjóða Íslendingum upp á skipulagðar hestaferðir. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var sjálf að reyna að leita að hestaferðum og fann lítið af ferðum sem buðu upp á þann möguleika að koma með sína eigin hesta.

Yfirleitt eru þetta vinahópar sem taka sig saman og skipuleggja hestaferðir. Mig langar til að bjóða upp á slíka þjónustu og næsta sumar býð ég upp á skipulagðar hestaferðir þar sem fólk mætir með sína eigin hesta og við sjáum um rest. Við höfum aðstöðuna hér, skipuleggjum ferðina, bókum skálana, erum með trússbíl, maðurinn minn er kokkur og getur séð um matinn. Hér er því allt til alls.

Næsta sumar munum við bjóða upp á ferðir um Landmannalaugar, Þórsmörk og svo er í boði ferð sem við köllum Tindfjallahringur.“

Elskar vinnuna og íslenska hestinn

Martina er ánægð með að hafa hoppað út í djúpu laugina og elt drauminn sinn. „Ég elska vinnuna mína í dag, íslenska hestinn og allt það sem honum tengist, allt þetta bras og umstang og enginn dagur er eins.

Það er ómetanlegt að vinna með börnum, vera með dýrunum og vera úti í náttúrunni.

Ég þarf stundum að klípa mig ogáttamigáþvíaðégeraðlifa drauminn minn,“ segir Martina að lokum. Fyrir áhugasama má finna meiri upplýsingar á heimasíðu hennar hestarogfjoll.is

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...