Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 6. október 2021

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á dögunum en þann dag opna fjölmörg söfn á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og bjóða gesti velkomna að skoða söfnin endurgjaldslaust.

Alls tóku að þessu sinni 15 söfn þátt í Eyfirska safnadeginum og voru þau staðsett hvarvetna í Eyjafirði.

Vespur hafa alltaf notið vinsælda.

„Aðsóknin var góð og við erum ánægð með viðtökur, það var ekki annað að sjá en fólk kunni vel að meta það sem í boði var,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.
Eyfirski safnadagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2007 og segir Haraldur Þór að í fyrstu hafi ekki annað staðið til en að halda daginn í þetta eina skipti.

Hann gekk hins vegar svo ljómandi vel að ákveðið var að endurtaka leikinn árið á eftir „og síðan hefur þessi dagur verið árlegur viðburður nema hvað við þurftum að aflýsa á síðasta ári vegna heimsfaraldursins,“ segir hann.

Eyfirski safnadagurinn hefur alltaf verið haldinn á sumardaginn fyrsta og markað upphafið að sumarstarfsemi safnanna, en nú var hann færður yfir á haustið, líka vegna stöðu faraldursins í vor.
„Við erum bara glöð yfir að hafa getað haldið upp á daginn,“ segir Haraldur Þór.

Gestum Minjasafnsins gefst kostur á að spreyta sig í trommuleik. Hér er Úlfar að prófa.

WDK Whermacht mótorhjól sem höfðu á þessum tíma yfir sér rómantískan blæ, en þurftu gjarnan mikið viðhald.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...