Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Glóbrystingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 4. janúar 2023

Glóbrystingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Glóbrystingur er algengur um alla Evrópu. Hann heldur sig oft í kringum híbýli manna, sækir sérstaklega í garða þar sem hann er mjög lunkinn að finna sér æti. Hann er fyrst og fremst skordýraæta en á veturna sækir hann einnig í ber, ávexti og fræ. Glóbrystingar hafa ekki sest að hérna á Íslandi en þeir eru algengir vetrargestir um allt land. Hér halda þeir gjarnan til í görðum þar sem fuglum er reglulega gefið að borða, þar fá þeir einnig skjól og standa ágætlega af sér íslenskt veðurfar. Víða í Evrópu fylgja þeim miklar sögur og hjátrú. Margar þessar sögur eiga uppruna sinn í goðafræðum, keltneskum hefðum eða ýmsum trúarbrögðum. Mjög algengt er að finna teikningar eða myndir af glóbrystingi á póstkortum, frímerkjum, myndskreyttu leirtaui, servéttum, hvers kyns ílátum og ekki síst jólaskreytingum. Sennilega er ein helsta hjátrúin sú að hann sé boðberi látinna ættingja eða ástvina og að sjá glóbrysting tákni að andi þeirra sem maður hefur misst sé nálægt. Þegar póstmenn hinnar bresku konunglegu póstþjónustu klæddust rauðum einkennisbúningum á Viktoríutímabilinu fengu þeir viðurnefnið Robin sem er enska heitið á glóbrystingi. Þetta varð til þess að á svipstundu urðu glóbrystingar algeng myndskreyting á umslögum, póstkortum, frímerkjum og póstkössum þar sem þeir jafnvel héldu á umslögum líkt og póstmennirnir gerðu. Þessi hefð og hjátrú lifir enn þá góðu lífi í dag.

Skylt efni: fuglinn

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...