Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Mynd / tímarit.is
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslendingar þá ríflega 220 þúsund manns – á meðan að framleiðsla Nóa Síríus, Freyju og Góu er í dag vel yfir milljón eggjum samtals, ætluðum nú tæpum 390 þúsundum íbúa. Framleiddi sælgætisgerðin Víkingur hvað mest, eða um 230.000 egg, á meðan sælgætisgerð Nóa Síríus var næst í röðinni með í kringum 130.000 egg. Þá kom Freyja með framleiðslu á um 20.000 eggjum en í dag er Víkingur kominn undir hatt sælgætisgerðarinnar Freyju, sem er elsta sælgætisgerð landsins, stofnsett árið 1918. Voru eggin frá 20 g–900 g en í dag mælist hið almenna egg 25–1380 g að þyngd. Áætlað er að súkkulaðiegg á páskum hafi allra fyrst fengist keypt í Björnsbakaríi árið 1920.

Hvar er myndin tekin?
Gamalt og gott 29. september 2025

Hvar er myndin tekin?

Í síðasta Bændablaði birtist ljósmyndagetraun þar sem lesendur voru beðnir um að...

Heyskapur í Önundarfirði
Gamalt og gott 10. júní 2025

Heyskapur í Önundarfirði

Heyskapur í Önundarfirði í kringum síðustu aldamót. Árni Brynjólfsson, þáverandi...

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Gamalt og gott 27. maí 2025

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga

Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þá...

Kúasýningin Kýr 2003
Gamalt og gott 13. maí 2025

Kúasýningin Kýr 2003

Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnag...

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tí...

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta kor...

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim.

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Gamalt og gott 18. febrúar 2025

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sen...