Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hundar, hestar, kindur og hamstrar
Mynd / Úr einkasafni
Fólkið sem erfir landið 17. janúar 2020

Hundar, hestar, kindur og hamstrar

Aníta býr á Grenivík með mömmu sinni og pabba. Hún er eldhress íþróttastelpa og mikill dýravinur. 
 
Nafn: Aníta Ingvarsdóttir.
 
Aldur: 10 ára.
 
Stjörnumerki: Naut.
 
Búseta: Grenivík.
 
Skóli: Grenivíkurskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, myndmennt og handmennt.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar, hestar, kindur og hamstrar.
 
Uppáhaldsmatur: Tortilla, pasta og píta.
 
Uppáhaldshljómsveit: Engin sérstök en hef gaman af alls konar tónlist.
 
Uppáhaldskvikmynd: Home alone og Sing.
 
Fyrsta minning þín? Ég var pínulítil og var að reyna að hoppa en datt eiginlega alltaf á rassinn.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta með Magna og KA og svo spila ég á píanó.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnukona í fótbolta, vinna í búð og í leikskóla.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég reyndi að taka tvöfalt heljarstökk en lenti á höfðinu.
 
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt á nýju ári?  Leika mér, passa litlu frænku, ferðast, keppa í fótbolta, fara á hestbak, fara á snjóbretti og vélsleða.
 
Næst » Aníta skorar á Sigurð Einar Þorkelsson í Höfða í Grýtubakkahreppi að svara næst.
Laufey
Fólkið sem erfir landið 3. desember 2025

Laufey

Nafn: Laufey Atladóttir Waagfjörð.

Dagur Vilhelm
Fólkið sem erfir landið 19. nóvember 2025

Dagur Vilhelm

Nafn: Dagur Vilhelm Jónsson.

Unnsteinn Mói
Fólkið sem erfir landið 5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

Nafn: Unnsteinn Mói Ágústsson. Aldur: 8 ára.

Snæfríður Ísold
Fólkið sem erfir landið 24. september 2025

Snæfríður Ísold

Nafn: Snæfríður Ísold Baldursdóttir.

Bjartey
Fólkið sem erfir landið 10. september 2025

Bjartey

Nafn: Bjartey Ómarsdóttir.

Arnór Þeyr
Fólkið sem erfir landið 27. ágúst 2025

Arnór Þeyr

Nafn: Arnór Þeyr Birgisson.

Ylfa Karlotta
Fólkið sem erfir landið 24. júlí 2025

Ylfa Karlotta

Nafn: Ylfa Karlotta Helgadóttir.

Matthildur Jökla
Fólkið sem erfir landið 8. júlí 2025

Matthildur Jökla

Nafn: Matthildur Jökla Magnúsdóttir