Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ætla að verða  umhverfis­verkfræðingur
Fólkið sem erfir landið 22. maí 2019

Ætla að verða umhverfis­verkfræðingur

Auður Sesselja Jóhannesdóttir býr á Stóra-Ármóti í Flóa ásamt foreldrum sínum og systkinum.
 
Hún er róleg stelpa sem finnst gott að vera heima með fjölskyldu og vinum. Auður er í Flóaskóla, sem er um 100 barna sveitaskóli í Flóahreppi, og í bekknum hennar eru 14 krakkar.
 
Nafn: Auður Sesselja Jóhannes­dóttir.
 
Aldur: 13 ára.
 
Stjörnumerki: Vatnsberi.
 
Búseta: Stóra-Ármót 2.
 
Skóli: Flóaskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur.
 
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur.
 
Uppáhaldshljómsveit: Queen.
 
Uppáhaldskvikmynd: Avengers.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég var 3 ára í fellihýsi með fjölskyldunni minni á Þingvöllum í æðislegu veðri.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég hef prófað að æfa fimleika og fótbolta en æfi núna dans. Ég lærði einn vetur á píanó en hætti svo og spila ekki á hljóðfæri.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Umhverfisverkfræðingur, því ég hef mikinn áhuga á umhverfinu okkar og hvernig við hlúum að jörðinni okkar.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég var 6 ára fór ég í stóran rússíbana í Legolandi í Danmörku. Það er ótrúlega skemmtileg minning.
 
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Njóta sumarsins og fara í ferðalag með fjölskyldunni um landið, meðal annars um Vestfirði.
 
Næst » Auður skorar á Odd Olav, bekkjarbróður sinn, að svara næst.
Laufey
Fólkið sem erfir landið 3. desember 2025

Laufey

Nafn: Laufey Atladóttir Waagfjörð.

Dagur Vilhelm
Fólkið sem erfir landið 19. nóvember 2025

Dagur Vilhelm

Nafn: Dagur Vilhelm Jónsson.

Unnsteinn Mói
Fólkið sem erfir landið 5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

Nafn: Unnsteinn Mói Ágústsson. Aldur: 8 ára.

Snæfríður Ísold
Fólkið sem erfir landið 24. september 2025

Snæfríður Ísold

Nafn: Snæfríður Ísold Baldursdóttir.

Bjartey
Fólkið sem erfir landið 10. september 2025

Bjartey

Nafn: Bjartey Ómarsdóttir.

Arnór Þeyr
Fólkið sem erfir landið 27. ágúst 2025

Arnór Þeyr

Nafn: Arnór Þeyr Birgisson.

Ylfa Karlotta
Fólkið sem erfir landið 24. júlí 2025

Ylfa Karlotta

Nafn: Ylfa Karlotta Helgadóttir.

Matthildur Jökla
Fólkið sem erfir landið 8. júlí 2025

Matthildur Jökla

Nafn: Matthildur Jökla Magnúsdóttir