Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Líf&Starf 5. ágúst 2015

Á 70 ára gömlum Farmall frá Reykhólum

Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi er eigandi glæsilegrar 70 ára gamallar Farmall-dráttarvélar sem átti afmæli á dögunum. Kom vélin ný að Mýrartungu í Reykhólasveit 13. júlí árið 1945. 
 
Unnsteinn sýndi vélina á Hvanneyrarhátíðinni, en hún var notuð við margvísleg landbúnaðarstörf fram yfir 1970. Þá var búskap hætt á bænum eftir margra mannsaldra búsetu. Var vélin þá seld að bænum Grund þar sem hún hefur verið síðan. Vélin hefur því einungis verið á tveimur bæjum alla sína tíð. 
Unnsteinn segir að þegar vélin kom að Grund hafi hún verið ógangfær. 
 
„Við gerðum hana gangfæra og notuðum hana svolítið, en síðan gerði ég hana upp.“
Unnsteinn segir ekki mikið mál að fá varahluti í þessar gömlu vélar frá Bandaríkjunum. Hann segir mikinn áhuga vera fyrir endursmíði gamalla dráttarvéla og bifreiða í Reykhólasveit. Á síðustu Reykhóladögum, sem er bæjarhátíð íbúa á staðnum, mættu bændur á einum 30  dráttarvélum, flestum uppgerðum af mikilli snilld.  

2 myndir:

Skylt efni: Farmall | Búvélasafn

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...