Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árni Freyr Magnússon, sem átti hugmyndina að slagorðinu sem var kosið sem slagorð Rangárþings ytra, fékk afhenta gjafakörfu frá Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, formanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar sveitarfélagsins, þegar úrslit úr samkeppninni urðu ljós.
Árni Freyr Magnússon, sem átti hugmyndina að slagorðinu sem var kosið sem slagorð Rangárþings ytra, fékk afhenta gjafakörfu frá Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, formanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar sveitarfélagsins, þegar úrslit úr samkeppninni urðu ljós.
Mynd / Rangárþing ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið. Fjölmargar tillögur bárust en sú sem vann kom frá Árna Frey Magnússyni en það er slagorðið „Fyrir okkur öll“.

„Með slagorðinu finnst mér sveitarfélagið gefa það skýrt til kynna að í Rangárþingi ytra sé samfélag sem hugsi vel um íbúa en býður á sama tíma gesti og þá sem vilja setjast að í sveitarfélaginu velkomna. Slagorðið undirstrikar að sveitarfélaginu sé bæði annt um fyrirtæki og fjölskyldur og allar þær fjölmörgu atvinnugreinar sem einkenna fjölbreytt atvinnulíf sveitarfélagsins.

Einnig býr slagorðið til samheldnistilfinningu hjá íbúum og þá tilfinningu að íbúar séu hluti af heild og að við séum samfélag sem skilji engan út undan. Vilji sé þá hjá sveitarfélaginu til að vera til staðar „Fyrir okkur öll“, segir Árni Freyr.

Skylt efni: Rangárþing ytra

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...