Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dagur Freyr Jónasson og Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir, bændur í Norðurhaga í Austur-Húnavatnssýslu.
Dagur Freyr Jónasson og Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir, bændur í Norðurhaga í Austur-Húnavatnssýslu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. mars 2023

Yngsti bóndi landsins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrir skemmstu tóku Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir og Dagur Freyr Jónasson við búi foreldra Ragnhildar. Norðurhagi er 500 kinda sauðfjárbú við Þing í Húnabyggð.

Ragnhildur segist hafa verið viðloðandi búskapinn frá ómunatíð. Foreldrar hennar heita Þorbjörg Pálsdóttir og Ragnar Bjarnason, en Ragnar ólst upp í Haga og byggði Norðurhaga með skiptingu jarðarinnar. Hún segir að mikil veikindi hafi verið upp á síðkastið og eldra fólkið hafi viljað stíga til hliðar til að hleypa kærustuparinu unga að. Sama fjölskyldan hefur byggt jörðina frá 1915. Nú er Ragnhildur fjórði ættliðurinn og fyrsta konan sem tekur við kefli foreldra sinna. Hún er yngst af tíu systkinum og er bróðir hennar bóndi á Haga, þar sem faðir þeirra ólst upp.

Nánast jafnaldrar

Ragnhildur og Dagur eru bæði 19 ára, en hún er ögn yngri og hlýtur því nafnbótina yngsti bóndi landsins, fædd í september 2003. Engin skrá heldur utan um aldur bænda, en hún segist þekkja Kristófer Orra Hlynsson, sem áður bar titilinn og að hann hafi fært henni „kyndilinn“.

Nú þegar þau hafa tekið við lyklavöldum í Norðurhaga stefna Ragnhildur og Dagur að endurbótum á íbúðarhúsi og útihúsum.

Aðspurð hvaða ráð hún gefi ungu fólki sem ætli í búskap, þá hvetur Ragnhildur áhugasama til að nýta alla faghjálp sem býðst.

Í búfræðinámi

Ragnhildur er á fyrsta ári í búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hún dvelur við skólann á virkum dögum og fer heim allar helgar. Á meðan heldur Dagur til í Norðurhaga og sér um daglegan rekstur búsins, með aðstoð foreldra Ragnhildar. Hann starfar einnig sem smiður á Blönduósi.

Dagur er frá Akureyri og kynntust þau Ragnhildur þegar þau voru bæði við nám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún segir hann ekki hafa stefnt að því að verða bóndi, en hafi heillast þegar hún kynnti hann fyrir sveitinni.

„Ég ætla að taka upp orð föður míns og segja að enginn ætti að reyna sauðfjárbúskap nema að hafa óbilandi áhuga. Þetta getur verið erfitt, en er á sama tíma mjög skemmtilegt og krefjandi,“ segir Ragnhildur að lokum.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...