Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dagur Freyr Jónasson og Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir, bændur í Norðurhaga í Austur-Húnavatnssýslu.
Dagur Freyr Jónasson og Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir, bændur í Norðurhaga í Austur-Húnavatnssýslu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. mars 2023

Yngsti bóndi landsins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrir skemmstu tóku Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir og Dagur Freyr Jónasson við búi foreldra Ragnhildar. Norðurhagi er 500 kinda sauðfjárbú við Þing í Húnabyggð.

Ragnhildur segist hafa verið viðloðandi búskapinn frá ómunatíð. Foreldrar hennar heita Þorbjörg Pálsdóttir og Ragnar Bjarnason, en Ragnar ólst upp í Haga og byggði Norðurhaga með skiptingu jarðarinnar. Hún segir að mikil veikindi hafi verið upp á síðkastið og eldra fólkið hafi viljað stíga til hliðar til að hleypa kærustuparinu unga að. Sama fjölskyldan hefur byggt jörðina frá 1915. Nú er Ragnhildur fjórði ættliðurinn og fyrsta konan sem tekur við kefli foreldra sinna. Hún er yngst af tíu systkinum og er bróðir hennar bóndi á Haga, þar sem faðir þeirra ólst upp.

Nánast jafnaldrar

Ragnhildur og Dagur eru bæði 19 ára, en hún er ögn yngri og hlýtur því nafnbótina yngsti bóndi landsins, fædd í september 2003. Engin skrá heldur utan um aldur bænda, en hún segist þekkja Kristófer Orra Hlynsson, sem áður bar titilinn og að hann hafi fært henni „kyndilinn“.

Nú þegar þau hafa tekið við lyklavöldum í Norðurhaga stefna Ragnhildur og Dagur að endurbótum á íbúðarhúsi og útihúsum.

Aðspurð hvaða ráð hún gefi ungu fólki sem ætli í búskap, þá hvetur Ragnhildur áhugasama til að nýta alla faghjálp sem býðst.

Í búfræðinámi

Ragnhildur er á fyrsta ári í búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hún dvelur við skólann á virkum dögum og fer heim allar helgar. Á meðan heldur Dagur til í Norðurhaga og sér um daglegan rekstur búsins, með aðstoð foreldra Ragnhildar. Hann starfar einnig sem smiður á Blönduósi.

Dagur er frá Akureyri og kynntust þau Ragnhildur þegar þau voru bæði við nám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún segir hann ekki hafa stefnt að því að verða bóndi, en hafi heillast þegar hún kynnti hann fyrir sveitinni.

„Ég ætla að taka upp orð föður míns og segja að enginn ætti að reyna sauðfjárbúskap nema að hafa óbilandi áhuga. Þetta getur verið erfitt, en er á sama tíma mjög skemmtilegt og krefjandi,“ segir Ragnhildur að lokum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...