Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Yki mjög hagkvæmni asparskóg­-ræktar til viðarkurlsframleiðslu
Fréttir 13. nóvember 2014

Yki mjög hagkvæmni asparskóg­-ræktar til viðarkurlsframleiðslu

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Svo virðist sem iðnviðarskógur með alaskaösp geti vel endurnýjast af sjálfu sér eftir rjóðurfellingu þannig að óþarft sé að gróðursetja aftur í skóginn. Ef öspin reynist vera slík „eilífðarvél“ í íslenskri skógrækt eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til viðarkurlsframleiðslu.

Til að kanna þetta betur er nú verið að rjóðurfella aldarfjórðungsgamla ösp í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Mikil spurn eftir viðarkurli

Fjallað er um málið á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is, og segir þar í grein Péturs Halldórssonar að ljóst þyki að íslenskur iðnviðarskógur með alaskaösp geti endurnýjast sjálfkrafa eftir rjóðurfellingu þannig að óþarft sé að gróðursetja aftur í skóginn. Ef öspin reynist vera slík „eilífðarvél“ í ræktun hérlendis eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til framleiðslu viðarkurls. Mikil spurn er eftir viðarkurli hjá kísilmálmiðnaðinum og útlit fyrir að hún aukist mjög á næstu árum. Nú er verið að rjóðurfella hartnær aldarfjórðungs gamla ösp í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til að rannsaka hvernig hún endurnýjast upp af rót.

Ræktun hófst í byrjun tíunda áratugarins

Ræktun asparskógarins í Sandlækjarmýri hófst í byrjun tíunda áratugarins en þá höfðu Íslendingar litla reynslu af skógrækt með þessari tegund utan garða og trjálunda. Margir af eldri kynslóð skógræktarmanna voru afar svartsýnir og töldu að ösp gæti aðeins tórt með mikilli umhyggju og stöðugri áburðargjöf. Engu að síður var ráðist í að gera áætlanir um trjávöxt á þessum stað fyrir iðnviðarverkefni. Allt virðist benda til þess að þessar áætlanir hafi fyllilega staðist tímans tönn og jafnvel gott betur.

Mikil verðmæti í öspinni

Þegar áætlanir voru unnar um skógræktina í Sandlækjarmýri var metinn vöxtur alaskaaspar í smáum reitum víða um land og vaxtarspár gerðar út frá því. Gert var ráð fyrir að trén yrðu um 7 metra há á 20 árum og viðarvöxtur um 8 rúmmetrar á hektara miðað við 20 ára lotu. Spár þessar þóttu æði glannalegar en skemmst er frá því að segja að þær stóðust mjög vel. Tvítug voru trén í Sandlækjarmýri að meðaltali 7,40 m há og heildarviðarmagnið álíka og spáð hafði verið. Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Mógilsá, sem hefur umsjón með tilrauninni nú, segir að öspin nái líklega hámarksframleiðni um 35 ára aldur og í slíkri lotu megi búast við um 10 rúmmetra meðalframleiðni á ári. Mikil verðmæti hafa myndast í öspinni í Sandlækjarmýri á innan við aldarfjórðungi og það með mjög lítilli fyrirhöfn og kostnaði eftir gróðursetningu.

Endurvöxtur metinn

Nú er unnið að því að meta endurvöxt asparinnar í Sandlækjarmýri og frá því í febrúar á þessu ári hafa tré verið felld þar mánaðarlega eftir sérstakri áætlun. Þegar því lýkur í janúar 2015 standa eftir tveir rjóðurfelldir reitir sem verða 0,28 hektarar hvor. Hvorum reit er skipt í átján smærri reiti þar sem trén eru felld á mismunandi tíma, þrír smáreitir í einu, 15–20 tré í hverjum reit. Þannig fást 36 mælireitir þar sem hægt er að fylgjast með endurnýjun asparinnar með teinungum og rótarskotum. Annars vegar er skoðað hversu mikið trén hafa vaxið á 22 árum og hins vegar hvað vex upp aftur eftir höggið en einnig hvaða máli skiptir hvenær ársins höggvið er.

Hvenær er vænlegast að höggva ösp?

Með því að höggva tré í öllum mánuðum ársins vonast menn til að komast betur að því á hvaða árstíma er vænlegast að höggva öspina. Gert er ráð fyrir því að það sé á veturna þegar trén eru í dvala en óljóst er hvar mörkin liggja, hvenær hausts er óhætt að byrja að fella og hvenær vors er rétt að hætta. Þegar trén lifna við á vorin eykst mjög álag á rótarkerfið og þá verður meiri hætta á að tréð drepist ef það er fellt.
Endurvöxtur af öspinni er tvenns konar. Annars vegar vaxa upp sprotar eða teinungar af stubbnum sem eftir er af stofni trésins, gjarnan nokkrir tugir sprota, en hins vegar koma upp rótarskot sem geta verið 3–5 við hvert tré. Þorbergur Hjalti segir að á svæðinu sem nú er verið að rjóðurfella séu um 1.600 tré á hektara. Því geti vaxið þar upp tugir þúsunda trjáa á hektara eftir rjóðurfellingu. Auk þess að kanna hvernig öspin endurnýjar sig með rótarskotum og stúfsprotum verður fylgst með hversu þéttur skógurinn verður, hvort upp vaxa sver tré með grennri trjám á milli eða hvort þetta verður mjög þéttur skógur af álíka grönnum trjám. Þá má meta hvort borgar sig að grisja og leggja áherslu á færri en sverari tré eða hvort skynsamlegra er að leyfa skóginum að vaxa sem þéttustum og slá hann reglulega. Þá yrði beitt aðferðum eins og notaðar eru í iðnviðarskógrækt víða erlendis. Eftir fyrstu lotuna kæmi þá til greina að rækta skóginn í styttri lotum, slá hann á t.d. 12 ára fresti og selja viðinn sem iðnvið til kurlunar.
Uppskera án mikillar fyrirhafnar

Eins og er bendir ekkert til annars en að þessi endurvöxtur skógarins standist væntingar og að ekki þurfi að endurrækta skóg af þessum toga með jarðvinnslu og gróðursetningu. Ef ekki þarf að gróðursetja í skóginn nema einu sinni eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til viðarkurlsframleiðslu.

Kostnað af jarðvinnslu og gróðursetningu þarf þá ekki að greiða nema einu sinni og sami skógurinn gefur þá uppskeru aftur og aftur án mikillar fyrirhafnar fyrir skógareigandann. Spurningin er þá einungis sú hversu mikill kostnaður verður af umhirðu skógarins meðan hann vex upp aftur.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...