Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Yfirlýsing frá Landssambandi kúabænda
Fréttir 8. mars 2017

Yfirlýsing frá Landssambandi kúabænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landsamband kúabænda hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld og fleira.

Mánudaginn 6. mars birti landbúnaðarráðherra til umsagnar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 og búnaðarlögum nr. 70/1998 (undanþágur frá ákvæðum samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld o.fl.) Frumvarpið felur í sér róttækar breytingar á rekstrarumhverfi mjólkuriðnaðarins á Íslandi.
 
Ljóst er það þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu er ekki ekki nægilega vel ígrundaðar og afleiðingar þess óljósar, en í greinargerð frumvarpsins er ekkert að finna um að lagt hafi verið mat á áhrif þess verði það að lögum. Til dæmis virðast ekki liggja fyrir neinar greiningar á því hvort að breytingarnar kunni að hafa áhrif á verð á mjólkurvörum til neytenda sem hlýtur að vera grundvallaratriði. Við fyrstu sýn myndi frumvarpið fela í sér verðhækkun á drykkjarmjólk, smjöri og ostum en slíkt er ekki til þess fallið að stuðla að sátt um starfsumhverfi landbúnaðarins.
 
Við afgreiðslu búvörusamninga á Alþingi síðastliðið haust fól þingið landbúnaðarráðherra að skipa samráðshóp til þess að fjalla um ákveðin mál er varða landbúnað á Íslandi. Markmið Alþingis var að færa þessi mál í sáttafarveg. Meðal þess sem Alþingi fól samráðshópnum að fjalla um eru samkeppnismál og starfsumhverfi. Þar er kveðið á um að mótað verði með hvaða hætti samkeppnislög gildi um mjólkuriðnað og skilgreint verði hvaða breytingar þurfi að koma til í söfnun og dreifingu mjólkurafurða. Það er ekki að sjá annað en að landbúnaðarráðherra taki þetta mál út fyrir vinnu samráðshópsins með frumvarpi þessu.

Landssamband kúabænda lýsir yfir undrun á því að að landbúnaðarráðherra kjósi að leggja fram drög að þessu frumvarpi án samráðs við samráðshópinn sem hefur þegar tekið til starfa. Bændur hafa borið miklar væntingar um að samráðshópurinn skili þeim árangri að skapa sátt um íslenskan landbúnað og hafa því lagt mikla áherslu á að vinna hópsins sé fagleg og byggi á gagnkvæmu trausti þeirra sem að honum koma. Það veldur því vonbrigðum að landbúnaðarráðherra hafi kosið að sniðganga hópinn í þessu máli og þar með vilja Alþingis.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...