Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lambalæri úr örslátrunarverkefni Matís í Birkihlíð.
Lambalæri úr örslátrunarverkefni Matís í Birkihlíð.
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 27. september 2019

Yfirheyrslum lokið yfir Sveini og Þresti og beðið ákvörðunar um hvort ákært verði

Höfundur: smh
Eins og fram hefur komið hér í Bændablaðinu á undan­förnum vikum voru bæði Sveinn Margeirs­son, fyrrverandi for­stjóri Matís, og Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, kærðir af Matvælastofnun í nóvember á síðasta ári vegna örslátrunar­verkefnis Matís. Yfirheyrslum er lokið og er nú beðið ákvörðunar lögreglustjóra á Norðurlandi vestra hvort ákæra verði gefin út.
 
Í lok september á síðasta ári stóð Matís fyrir tilraun á nýrri aðferð við heimaslátrun á lömbum (örslátrun) á bænum Birkihlíð í Skagafirði og afurðirnar voru síðan seldar á bændamarkaði á Hofsósi. Matvælastofnun kærði Svein og Þröst vegna gruns um meint brot á lögum um slátrun og sláturafurðir, að sauðfé hafi verið tekið til slátrunar á starfsstöð sem ekki hafi leyfi til slátrunar og afurðirnar settar á markað án þess að þær hafi verið heilbrigðisskoðaðar í samræmi við lög. 
 
Viðurlög sektir eða fangelsi 
 
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá umdæmi lögregl­unnar á Norður­landi vestra er yfir­heyrslum lokið og málið sé nú til skoðunar og yfirferðar hjá lögreglunni. Mun ákvörðun um framhald þess verða tekin eins fljótt og hægt er, en það er lögreglustjóri umdæmisins sem fer með ákæruvald í málinu. Brot gegn fyrrgreindum lögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef sakir eru miklar.
 
Þröstur var kallaður til skýrslutöku strax og kæra Matvælastofnunar kom fram í nóvember á síðasta ári. Sveinn var hins vegar kallaður til lögreglunnar á Blönduósi til yfirheyrslu nú síðsumars. Sveinn gekkst við ábyrgð í málinu í viðtali við Bændablaðið í ágúst, en tók jafnframt fram að hann hafi farið af stað með verkefnið í þeim tilgangi að sinna hlutverki Matís; að auka verðmæti landbúnaðarafurða og bæta matvælaöryggi. 
 
Þröstur sagði, í viðtali við blaðið í lok ágúst, að hann teldi sig ranglega liggja undir grun um að eiga einhverja sök í málinu. „Matvælastofnun lagði málið þannig upp fyrir lögregluna að ég hefði komið að því að selja kjötið á Bænda­markaðnum í Hofsósi, sem er alveg út í hött […] Þeim var full­kunnugt um að þetta var verkefni á vegum Matís, þeir kjósa að vilja ekki skilja það að Matís hafi verið með þetta verkefni,“ var haft eftir Þresti.

Skylt efni: örslátrun

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...