Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yfir leyfilegum mörkum í tveimur vörutegundum
Fréttir 25. apríl 2016

Yfir leyfilegum mörkum í tveimur vörutegundum

Höfundur: smh
Fyrir skemmstu gaf Matvæla­stofnun út eftirlitsskýrslu um athugun á magni nítríts og nítrats í unnum kjötvörum. Tvær vörutegundir reyndust með magn yfir leyfilegum mörkum; Saltkjöt frá Kjötbankanum ehf. og Ítalskt salami frá Sláturfélagi Suðurlands svf.
 
Í saltkjötinu mældist nítrít yfir mörkum. Að sögn Katrínar Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá Matvælastofnun, sem hafði umsjón með þessu verkefni, er leyfilegt að nota 150 mg/kg en niðurstöður mælinga gáfu til kynna að notað hafi verið um 185 mg/kg. „Þegar niðurstöður lágu fyrir var fyrirtækið upplýst um þær, fyrirtækið heimsótt og farið fram á úrbætur. Þá var því fylgt eftir að úrbætur yrðu gerðar, bæði hvað varðar þessa tiltekna vöru og einnig verkferlar við íblöndun.“
 
Katrín tekur fram að varan hafi ekki verið á markaði þegar niðurstöður lágu fyrir og ekki hafi farið meira af henni á markað, enda hafi ekki verið meira framleitt af henni með sömu uppskrift (sama magni af nítríti).
 
Of mikið af báðum efnum í uppskrift
 
Katrín segir að í ítölsku salami hafi mælst 240 mg/kg af nítrati. „Í þá vöru var notað bæði nítrít og nítrat samkvæmt innihaldslýsingu, en ekkert mældist af nítríti. Nítrít getur hins vegar umbreyst í nítrat – sérstaklega í vörum með langan þroskunartíma líkt og salami. Leyfilegt er að nota 150 mg/kg af hvoru efninu fyrir sig.
 
Niðurstaða mælingar gaf því ekki skýrt svar en hins vegar vísbendingu um að ef til vill hefði of mikið verið notað af öðru eða báðum efnunum. Fyrirtækið var upplýst um niðurstöðuna og uppskrift skoðuð með tilliti til efnanna. Við skoðun á uppskrift kom í ljós að of mikið hafði verið notað af báðum efnunum. Ekki var meira framleitt af vörunni með þessu magni efnanna eftir að niðurstaða lá fyrir. Ekki var farið fram á innköllun á því sem eftir var á markaði þar sem magnið sem mældist var ekki slíkt að á ferðinni væri hætta fyrir neytendur vegna neyslu tiltekinnar vöru.
 
Í stuttu máli þá voru fyrirtækin upplýst um niðurstöðuna og farið var fram á úrbætur og því fylgt eftir að þær væru gerðar. Séð var til þess að ekki væri framleitt meira af vörunum með þessu magni af efnunum og farið yfir verkferla til að hindra að slíkt gerist aftur,“ segir Katrín.
 
Áfram fylgst með notkun efnanna
 
Matvælastofnun mun áfram fylgjast með notkun efnanna, við eftirlit hjá fyrirtækjunum og almennt með verklagi við íblöndun aukefna. Katrín segir að ef upp koma frávik eru þau skráð í eftirlitsgrunn og hafa áhrif við frammistöðuflokkun fyrirtækja. Frammistöðuflokkun hefur áhrif á hversu mikið eftirlit, hve margrar klukkustundir á ári, fyrirtæki fá.
 
Tilgangurinn með notkun efnanna í kjötvörum er þríþættur. Efnin gefa vörunum einkennandi rauðan lit, hindra vöxt heilsuskaðlegra örvera og koma í veg fyrir þránun. Nítrat er oft kallað saltpétur. Lykillinn að virkni nítrats er að það myndar nítrít sem er virka efnið.
 
Á umbúðum vöru er skylt að taka fram hvort efnin eru notuð svo neytendur geta fengið upplýsingar um tilvist þeirra; E 249 og E 250 stendur fyrir nítrít og E 251 og E 252 fyrir nítrat. Í viðtali við Katrínu undir lok síðasta árs kom fram að of mikið af þessum efnum í matvælum geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks og ásamt öðrum þáttum hugsanlega verið valdur að ýmsum tegundum krabbameina.
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...