Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Yfir leyfilegum mörkum í tveimur vörutegundum
Fréttir 25. apríl 2016

Yfir leyfilegum mörkum í tveimur vörutegundum

Höfundur: smh
Fyrir skemmstu gaf Matvæla­stofnun út eftirlitsskýrslu um athugun á magni nítríts og nítrats í unnum kjötvörum. Tvær vörutegundir reyndust með magn yfir leyfilegum mörkum; Saltkjöt frá Kjötbankanum ehf. og Ítalskt salami frá Sláturfélagi Suðurlands svf.
 
Í saltkjötinu mældist nítrít yfir mörkum. Að sögn Katrínar Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá Matvælastofnun, sem hafði umsjón með þessu verkefni, er leyfilegt að nota 150 mg/kg en niðurstöður mælinga gáfu til kynna að notað hafi verið um 185 mg/kg. „Þegar niðurstöður lágu fyrir var fyrirtækið upplýst um þær, fyrirtækið heimsótt og farið fram á úrbætur. Þá var því fylgt eftir að úrbætur yrðu gerðar, bæði hvað varðar þessa tiltekna vöru og einnig verkferlar við íblöndun.“
 
Katrín tekur fram að varan hafi ekki verið á markaði þegar niðurstöður lágu fyrir og ekki hafi farið meira af henni á markað, enda hafi ekki verið meira framleitt af henni með sömu uppskrift (sama magni af nítríti).
 
Of mikið af báðum efnum í uppskrift
 
Katrín segir að í ítölsku salami hafi mælst 240 mg/kg af nítrati. „Í þá vöru var notað bæði nítrít og nítrat samkvæmt innihaldslýsingu, en ekkert mældist af nítríti. Nítrít getur hins vegar umbreyst í nítrat – sérstaklega í vörum með langan þroskunartíma líkt og salami. Leyfilegt er að nota 150 mg/kg af hvoru efninu fyrir sig.
 
Niðurstaða mælingar gaf því ekki skýrt svar en hins vegar vísbendingu um að ef til vill hefði of mikið verið notað af öðru eða báðum efnunum. Fyrirtækið var upplýst um niðurstöðuna og uppskrift skoðuð með tilliti til efnanna. Við skoðun á uppskrift kom í ljós að of mikið hafði verið notað af báðum efnunum. Ekki var meira framleitt af vörunni með þessu magni efnanna eftir að niðurstaða lá fyrir. Ekki var farið fram á innköllun á því sem eftir var á markaði þar sem magnið sem mældist var ekki slíkt að á ferðinni væri hætta fyrir neytendur vegna neyslu tiltekinnar vöru.
 
Í stuttu máli þá voru fyrirtækin upplýst um niðurstöðuna og farið var fram á úrbætur og því fylgt eftir að þær væru gerðar. Séð var til þess að ekki væri framleitt meira af vörunum með þessu magni af efnunum og farið yfir verkferla til að hindra að slíkt gerist aftur,“ segir Katrín.
 
Áfram fylgst með notkun efnanna
 
Matvælastofnun mun áfram fylgjast með notkun efnanna, við eftirlit hjá fyrirtækjunum og almennt með verklagi við íblöndun aukefna. Katrín segir að ef upp koma frávik eru þau skráð í eftirlitsgrunn og hafa áhrif við frammistöðuflokkun fyrirtækja. Frammistöðuflokkun hefur áhrif á hversu mikið eftirlit, hve margrar klukkustundir á ári, fyrirtæki fá.
 
Tilgangurinn með notkun efnanna í kjötvörum er þríþættur. Efnin gefa vörunum einkennandi rauðan lit, hindra vöxt heilsuskaðlegra örvera og koma í veg fyrir þránun. Nítrat er oft kallað saltpétur. Lykillinn að virkni nítrats er að það myndar nítrít sem er virka efnið.
 
Á umbúðum vöru er skylt að taka fram hvort efnin eru notuð svo neytendur geta fengið upplýsingar um tilvist þeirra; E 249 og E 250 stendur fyrir nítrít og E 251 og E 252 fyrir nítrat. Í viðtali við Katrínu undir lok síðasta árs kom fram að of mikið af þessum efnum í matvælum geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks og ásamt öðrum þáttum hugsanlega verið valdur að ýmsum tegundum krabbameina.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...