Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hér bíður stór skinnasending lestunar í loðskinnauppboðshúsi Kopenhagen Fur, en fyrirtækið er jafnframt með vöruhús í Kína.
Hér bíður stór skinnasending lestunar í loðskinnauppboðshúsi Kopenhagen Fur, en fyrirtækið er jafnframt með vöruhús í Kína.
Fréttir 3. september 2015

Yfir 43 þúsund minkalæður og rúmlega 8 þúsund högnar á 28 búum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hagur loðdýrabænda á Íslandi hefur heldur vænkast á þessu ári eftir mikið verðfall á minkaskinnum á síðasta ári. Við árslok 2014 voru 33 aðilar með aliminka á 28 minkabúum í landinu samkvæmt tölum MAST. 
 
Staðan á skinnamörkuðum hefur farið hægt batnandi, en óvissa ríkir þó enn varðandi stóra skinnakaupendur eins og Rússa og Kínverja. Á þeim 28 loðdýrabúum sem hér eru starfrækt  voru um 44 þúsund paraðar læður samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og skv. niðurstöðum úr plasmacytósu­rannsóknum. Tveir bændur hættu minkarækt en nokkuð er um að fleiri en einn bóndi séu með dýr á sama búi. 
 
Staða minkaræktunar í landinu er í heild nokkuð góð þótt verðsveiflur á skinnum hafi gert mörgum erfitt fyrir. Mikill árangur hefur náðst í ræktunarstarfi minkabænda í kjölfarið á innflutningi kynbótadýra. Þar hafa íslenskir bændur skipað sér í efstu sæti í gæðum skinna á heimsvísu. Koma þeir þar fast á hæla danskra kollega sinna en mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara frændþjóða í minkaræktinni. Það hefur skilað sér í stærri dýrum og betri feldgæðum.
 
Tvö einangrunarbú fyrir innflutning
 
Í norðvesturumdæmi eru starfrækt tvö einangrunarbú fyrir innflutta minka. Í maí og í desember voru fluttir inn annars vegar 1.140 högnar og hins vegar 1.240 minkar af báðum kynjum frá dönskum ræktunarbúum. Dýrin voru flutt með flugi til Keflavíkur og flutt í einangrunarstöð í Skagafirði. Lögum samkvæmt voru dýrin í einangrun í rúma 6 mánuði og var einangrun aflétt að loknum rannsóknum af fyrri innflutningshópnum í nóvember.
 
Samkvæmt reglugerð um velferð minka skulu bændur láta prófa að minnsta kosti 10% paraðra læða á hverju búi fyrir A-sjúkdómnum plasmacytosis. Allar blóðprufur sem teknar voru á minkabúum landsins á síðasta ári reyndust neikvæðar.
 
Tíðni algengustu sjúkdóma var svipuð og undanfarin ár. Í byrjun október vaknaði grunur á einum bæ í norðvesturumdæmi um tilfelli af B-sjúkdómnum lungnafári sem bakterían Pseudomonas aeruginosa veldur. Ekki náðist að staðfesta bakteríuna og því voru engin staðfest tilfelli af lungnafári á árinu.
Ný reglugerð um aðbúnað og velferð minka tók gildi rétt fyrir árslok 2014. Engar ábendingar bárust Matvælastofnun á árinu sem sneru að aðbúnaði og velferð minka.
 
Ekkert refabú starfrækt
 
Sem fyrr er ekkert refabú starfrækt á landinu, einu refirnir sem haldnir eru innan girðinga, svo vitað sé, er refapar í Húsdýragarðinum í Reykjavík.
 
Eitt stórt kanínubú
 
Tæplega 300 kanínur eru haldnar sem hluti af búfénaði á Íslandi við lok árs 2014. Eitt stórt holdakanínubú er á landinu og nokkuð er um að einstaklingar haldi nokkrar kanínur, ýmist af angóru-, holda- eða feldkyni, sem gæludýr eða til heimanotkunar. Slátrun á holdakanínum hófst á Hvammstanga haustið 2014 og hefur sala afurða gengið vel. 
 

4 myndir:

Skylt efni: minkabú

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...