Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Honda Jazz Comfort.
Honda Jazz Comfort.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 8. nóvember 2016

Yfir 100 hestafla smábíll og góður til ferðalaga

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Ég hef verið í þessum pistlum mínum nokkuð duglegur að skoða smábíla og fyrir skömmu tók ég Honda Jazz Comfort í langan prufuakstur. 
 
Tilgangurinn var tvíþættur: Að prófa bílinn og skoða hvaða munur væri á eldsneytiseyðslu á mismunandi hraða í samanburði við uppgefna eyðslu samkvæmt sölubæklingi, en töluvert hefur verið rætt um að smábílar séu almennt sagðir eyða mun minna a eldsneyti í sölubæklingum en raunin er.
 
Jazz er hlaðinn öryggisbúnaði
 
Þegar ég settist inn í bílinn og fór að fletta í aksturstölvunni sá ég að mikið af upplýsingum er hægt að fá úr tölvunni og m.a. var inni í henni allur akstur áður en ég fékk bílinn til prófunar og sá að menn höfðu verið að eyða mismiklu eldsneyti við prufuaksturinn. 
 
Mikið er af ýmiss konar öryggisbúnaði í bílnum, en hann er m.a. með FCW ákeyrsluviðvörun,  sem fer að virka fyrr en í flestum öðrum bílum sem ég hef prófað. Ef ekið er full nálægt bílnum fyrir framan þá gefur mælaborðið merki, bæði með ljósi og hljóði.
 
Umferðarmerkjagreining, akreinaaðstoð og fjarlægðarskynjari er bæði að framan og aftan. Einnig ABS bremsukerfi, EBD rafstýrð hemlaátaksdreifing, VSA stöðugleikakerfi, Idle stopptækni (þegar stoppað er þá drepur vélin á sér og fer aftur í gang þegar stigið er á bensíngjöfina), og ýmislegt annað sem of langt er að telja upp.     
 
Hægt að ná nálægt uppgefinni eyðslu með þolinmæði
 
Oft hefur mér fundist að í sölubæklingum smærri bíla sé óeðlilega lág eldsneytiseyðsla uppgefin í bæklingunum. Uppgefin meðaleyðsla á þessum bíl er 4,8 lítrar á hundraðið og ég fór í langkeyrslu. 
 
Á 50 km fresti og fjórum sinnum skráði ég niður útkomuna frá aksturstölvunni. Fyrst stillti ég hraðann á 90 km og útkoman var 5,1 lítri á hundraðið. Næstu 50 km hafði ég hraðastillinn stilltan á 100 km hraða og fór þá eyðslan upp í 5,4 lítra á hundraðið. Þar á eftir var hraðinn stilltur á 80 og eyðslan fór niður í 4,9 lítra. Næstu fimmtíu km ók ég með því að stjórna hraðanum sjálfur og halda mig við hraðann á milli 65 og 80 og við þetta náði ég að koma eyðslunni niður í 4,4 lítra eyðslu. Þetta voru ekki skemmtilegir 50 km, en greinilega hægt með þolinmæði að ná ansi nálægt uppgefinni eyðslu.
 
Lítið malarvegahljóð inn í bílinn
 
Að keyra bílinn er mjög þægilegt, sæti góð, fótarými gott og öll stjórntæki á þægilegum stöðum. Hljómtæki eru góð enda státar Honda Jazz af sex hátölurum sem skila toppgæðum. 
 
Jazz heggur aðeins í holur á malarvegi ef holurnar eru litlar, en séu holurnar yfir meðalstærð tekur fjöðrunin svoleiðis holu vel. Örlítið heyrðist í smásteinum undir bílnum, en bíllinn var á ónegldum vetrardekkjum sem spýttu smásteinum upp undir bílinn.
 
Á hluta malarvegsins var mjög laust yfirborð og þrátt fyrir nánast ekkert grip á lausri mölinni fannst mér bíllinn merkilega stöðugur, en fannst hann aðeins vera lausari að aftan en framan.
 
Eini ókosturinn við bílinn að mínu mati er að í honum er ekkert varadekk og að þurfa að kveikja ljósin og slökkva þau þegar bíllinn er yfirgefinn. Þetta er nauðsynlegt að gera þar sem afturljósin kvikna ekki sjálfkrafa eins og framljósin við ræsingu. Hafa skal í huga að það er ljósaskylda allan hringinn á Íslandi samkvæmt umferðarlögum, ekki bara á framljósum. 
 
102 hestafla bensínvélin skilar léttum bílnum skemmtilega áfram
 
Slagrýmið á bensínvélinni er ekki nema 1318 cc, en skilar 102 hestöflum og í svona litlum og léttum bíl skilar vélin skemmtilegri snerpu þegar tekið er á bílnum úr kyrrstöðu. Innrými í bílnum er gott og pláss gott bæði í fram- og aftursætum. 
 
Aftursætin er bæði hægt að leggja niður eins og á flestum bílum og setja upp með einu handtaki (fínt ef ferðast er með hund og láta hann sitja á gólfinu). 
 
Verðið á Honda Jazz er frá 2.840.000 og upp í 3.640.000, en bíllinn sem ég prófaði kostar 3.140.000. 

7 myndir:

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...