Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yara lækkar verð á áburði um 25%
Fréttir 16. desember 2016

Yara lækkar verð á áburði um 25%

Áburðarverðskrá Yara lækkar um 25% milli ára sem skýrist af gengisbreytingu milli ára og lækkun á áburði í evrum á erlendum mörkuðum.

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2016/17 er komin út. Verðskráin er með fyrirvara um breytingar á gengi og pantað sé fyrir 15. janúar 2017.  Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða  afslættir. Sé greitt fyrirfram fyrir 15. mars 2017 er 8% afsláttur og 5% ef greitt er fyrir 15. maí 2017.

Verðlækkun á áburði 


Áburðarverð lækkaði í vor. Í nóvember tók áburðarverð að hækka og hefur sú þróun haldið áfram í desember. Við viljum því hvetja bændur til að tryggja sér áburð sem fyrst þar sem í boði er takmarkað á magn á lægsta verði fram til 15. janúar 2017. Staðgreiðsluverð  á OPTI-KAS er nú 43.950,- kr/tonn án vsk en var á síðasta sölutímabili 58.600,-kr/tonn og lækkar því um 14.650,- kr/tonn án vsk. Til að mynda lækkar NPK 24-4-7 um 18.550,- kr/tonn en staðgreiðsluverð er nú 55.650,- kr/tonn án vsk en var í fyrra 74.200,-   kr/tonn.

Ávinningur fyrir bændur

Verðlækkun um 25% á áburði hefur þau áhrif að kostnaður bænda við áburðarkaup lækkar um 800 – 900 milljónir króna. Bændur hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á afurðaverði á árinu og kemur því lækkun á áburði þeim til góða í vor.

Hagstætt tilboð á  flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 15. janúar 2017 

1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Þrjár tegundir sem allar innihalda selen


Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Tegundir  eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-6-6 Se. Heyefnaniðurstöður hjá bændum sem hafa borið á selenbættan Yara áburð staðfesta með óyggjandi hætti góða selenstöðu gróffóðursins.

Einkorna áburður

Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga  sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit magnesíum-kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Yara áburður – Umhverfisvænn og vottaður

Með því að nota Yara einkorna áburð leggur þú þitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun við framleiðslu búfjárafurða. Yara ábyrgist minna en 3,6 kg af koldioxið CO2 losun á hvert framleitt kg af köfnunarefni (N) út í andrúmsloftið. Yara er með gæðavottun frá DNV (Det Norske Veritas). Við framleiðslu á áburði hjá öðrum framleiðendum er losunin um 8 kg af koldioxið CO2 á kg (N).
 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...