Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Yamaha Grizzly 700 SE.
Yamaha Grizzly 700 SE.
Fræðsluhornið 13. júní 2016

Yamaha Grizzly 700 SE – Sterklegur vinnuþjarkur frá Arctic Trucks

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir stuttu síðan átti ég erindi í Arctic Trucks og hitti þar Björn Ingvar, sölumann á Yamaha fjórhjólum og mótorhjólum.
 
Hann bauð mér að prófa Yamaha Grizzly 700 fjórhjól sem hann er með í búðinni. Sjaldan hef ég dótinu neitað og var fljótur að þiggja boðið. Með fjórhjólið á kerru fór ég upp á Sandskeið og prófaði fjórhjólið á misgóðum slóðum sem eru við Sandskeið og Bolaöldur. 
 
Skemmtilegt viðbragð í 700cc vélinni
 
Eftir að hafa prófað hjólið í litlu æfingabrautinni á Bolaöldum til að finna hreyfingarnar í hjólinu var farið í slóðaakstur. Hjólið er glettilega stöðugt og þægilegt að keyra, en mest fannst mér um rafmagnsstýrið sem tekur af öll högg þegar ekið er í ósléttu og á steina miðað við fyrri fjórhjól sem ég hef keyrt. Í lága drifinu með öll hjól læst hefur mér oft fundist fjórhjól sem ég hef verið að keyra vera óstöðug á hraða, en Grizzly 700 lullaði yfir steinana og hindranirnar sem fyrir hjól var lagt eins og ekkert væri.  Næst var það að prófa hröðun og snerpu, en á augnabliki var ég kominn upp í 90 km hraða svo ekki vantar aflið í þetta hjól.
Hjólið sem ég prófaði var með spili frá WARN og í hjólinu eru mörg hólf og þar af eitt sem er vatnshelt. 18 lítra bensíntankurinn er nú kominn undir ökumannssætið sem gerir hjólið stöðugra í akstri. Að keyra hjólið á venjulegum malarvegi er margsinnis betra en að taka fjórhjóladrifið af og vera bara í afturhjóladrifinu.
 
Bögglaberarnir að framan og aftan bera mikið, en uppgefin þyngd að framan er 50 kg að framan og 90 kg að aftan. 
 
Mikið er af varúðarmiðum á hjólinu eins og á öðrum fjórhjólum, þessa miða á að virða og fara eftir því að bæði hér á landi og erlendis hefur slysatíðni á fjórhjólum frekar verið að aukast þegar fækkun er almennt í öðrum slysum. 
 
Verðið á Yamaha Grizzly er frá 2.200.000, en fjórhjólið sem ég prófaði kostar 2.420.000. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.yamaha.is. 
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...