Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Mynd / Wikimedia commons: hfordsa
Fréttir 18. mars 2016

Wasabi-ræktun í gróðurhúsum Barra

Höfundur: smh
Nýverið bárust fregnir af því að íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, Wasabi Iceland, hefði náð að ljúka fjármögnun sem nemur 50 milljónum króna, fyrir verkefni sem felst í því að hefja ræktun á wasabi-jurtinni í húsakynnum gróðrarstöðvarinnar Barra á Fljótsdalshéraði.
 
Fyrirtækið var stofnað af þeim Johan Sindra Hansen og Ragnari Atla Tómassyni á síðasta ári, en gert er ráð fyrir að ræktun hefjist með vorinu. Gáfu þeir félagar ekki færi á viðtali en sögðust ætla að láta verkin tala. 
 
Alvöru wasabi er afar eftirsótt og verðmætt hráefni til matargerðar – einkum er það notað í sushi-rétti – enda þykir jurtin mjög erfið í ræktun. Stöngullinn er þá raspaður niður þannig að úr verður mauk sem svo er notað í matargerðina. Blöðin eru einnig æt.
 
Bragðið þykir ekki ósvipað piparrót, enda er hún gjarnan notuð með sinnepi og öðrum hjálparefnum til að búa til eftirlíkingu af wasabi-mauki.
 
Í viðtali við Ríkisútvarpið frá því í byrjun febrúar síðastliðnum segir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Barra, að aðstæður og búnaður í gróðurhúsum Barra henti vel til að stýra aðstæðum við ræktun á wasabi. Gert er ráð fyrir að fyrsta uppskera verði að vori 2017.

Skylt efni: wasabi | Barri | Wasabi Iceland

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...