Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Mynd / Wikimedia commons: hfordsa
Fréttir 18. mars 2016

Wasabi-ræktun í gróðurhúsum Barra

Höfundur: smh
Nýverið bárust fregnir af því að íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, Wasabi Iceland, hefði náð að ljúka fjármögnun sem nemur 50 milljónum króna, fyrir verkefni sem felst í því að hefja ræktun á wasabi-jurtinni í húsakynnum gróðrarstöðvarinnar Barra á Fljótsdalshéraði.
 
Fyrirtækið var stofnað af þeim Johan Sindra Hansen og Ragnari Atla Tómassyni á síðasta ári, en gert er ráð fyrir að ræktun hefjist með vorinu. Gáfu þeir félagar ekki færi á viðtali en sögðust ætla að láta verkin tala. 
 
Alvöru wasabi er afar eftirsótt og verðmætt hráefni til matargerðar – einkum er það notað í sushi-rétti – enda þykir jurtin mjög erfið í ræktun. Stöngullinn er þá raspaður niður þannig að úr verður mauk sem svo er notað í matargerðina. Blöðin eru einnig æt.
 
Bragðið þykir ekki ósvipað piparrót, enda er hún gjarnan notuð með sinnepi og öðrum hjálparefnum til að búa til eftirlíkingu af wasabi-mauki.
 
Í viðtali við Ríkisútvarpið frá því í byrjun febrúar síðastliðnum segir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Barra, að aðstæður og búnaður í gróðurhúsum Barra henti vel til að stýra aðstæðum við ræktun á wasabi. Gert er ráð fyrir að fyrsta uppskera verði að vori 2017.

Skylt efni: wasabi | Barri | Wasabi Iceland

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...