Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vörðubrún
Bærinn okkar 28. maí 2015

Vörðubrún

Við hjónin hófum búskap á Vörðubrún haustið 1998. Við tókum við af foreldrum Lárusar, Dvalni Hrafnkelssyni og Fríðu Pálmars Þorvaldsdóttur. 
 
Höfum breytt litlu en byggðum 360 fermetra stálgrindahús 2004 sem kemur sér vel á köldum vorum.
 
Býli:  Vörðubrún.
 
Staðsett í sveit:  Jökulsárhlíð, Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Lárus B. Dvalinsson og Steinunn Snædal.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum 4 börn, þau heita Fríða Pálmars (1998), Dvalinn (2000), Pálmar (2004) og Auðun (2007).
 
Stærð jarðar?  Stærð jarðar hefur ekki verið mæld en túnin eru um 50 hektarar.
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 430 vetrarfóðraðar ær, hvítar með horn.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagurinn byrjar á að koma börnunum í skólann og svo þarf að sinna rollunum. Yfir hádaginn er bóndinn eitthvað að bauka í vélaskemmunni fyrir sjálfan sig og aðra. Dagurinn endar svo á seinni gjöf. Þessa dagana eru menn þó nær öllum stundum í fjárhúsunum vegna sauðburðar. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Lárusi finnast smalamennskurnar og heyskapurinn án efa skemmtilegustu bústörfin en leiðinlegast að gera við lélegar girðingar.
Steinunni finnst heyskapurinn skemmtilegur (í góðri tíð) en átakanlega leiðinlegt að rýja og sjá um gæðastýringar- og rollubókhaldið.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er ekki stefnt á neinar breytingar á næstu árum en fénu gæti hugsanlega fjölgað eitthvað.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Erum sérstaklega ánægð með nýja framkvæmdastjóra LS.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef tekst að auka nýliðun í greininni. Það þarf að auðvelda ungu fólki að byrja búskap og nauðsynlegt að tryggja netsamband í sveitum landsins
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þrátt fyrir einstök gæði íslenska lambakjötsins þá teljum við að tækifærin séu í mjólkurvörunum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ávextir, tortilla-kökur og jógúrt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Strákarnir segja bjúgun hans Dvalins afa en við hin grillað lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Lárus fótbraut sig á fyrsta degi í smalamennskum síðasta haust, þá kom vel í ljós hvað við eigum góða vini og ættingja. Allir tilbúnir að koma og hjálpa til.

4 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...