Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vörðubrún
Bóndinn 28. maí 2015

Vörðubrún

Við hjónin hófum búskap á Vörðubrún haustið 1998. Við tókum við af foreldrum Lárusar, Dvalni Hrafnkelssyni og Fríðu Pálmars Þorvaldsdóttur. 
 
Höfum breytt litlu en byggðum 360 fermetra stálgrindahús 2004 sem kemur sér vel á köldum vorum.
 
Býli:  Vörðubrún.
 
Staðsett í sveit:  Jökulsárhlíð, Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Lárus B. Dvalinsson og Steinunn Snædal.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum 4 börn, þau heita Fríða Pálmars (1998), Dvalinn (2000), Pálmar (2004) og Auðun (2007).
 
Stærð jarðar?  Stærð jarðar hefur ekki verið mæld en túnin eru um 50 hektarar.
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 430 vetrarfóðraðar ær, hvítar með horn.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagurinn byrjar á að koma börnunum í skólann og svo þarf að sinna rollunum. Yfir hádaginn er bóndinn eitthvað að bauka í vélaskemmunni fyrir sjálfan sig og aðra. Dagurinn endar svo á seinni gjöf. Þessa dagana eru menn þó nær öllum stundum í fjárhúsunum vegna sauðburðar. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Lárusi finnast smalamennskurnar og heyskapurinn án efa skemmtilegustu bústörfin en leiðinlegast að gera við lélegar girðingar.
Steinunni finnst heyskapurinn skemmtilegur (í góðri tíð) en átakanlega leiðinlegt að rýja og sjá um gæðastýringar- og rollubókhaldið.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er ekki stefnt á neinar breytingar á næstu árum en fénu gæti hugsanlega fjölgað eitthvað.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Erum sérstaklega ánægð með nýja framkvæmdastjóra LS.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef tekst að auka nýliðun í greininni. Það þarf að auðvelda ungu fólki að byrja búskap og nauðsynlegt að tryggja netsamband í sveitum landsins
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þrátt fyrir einstök gæði íslenska lambakjötsins þá teljum við að tækifærin séu í mjólkurvörunum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ávextir, tortilla-kökur og jógúrt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Strákarnir segja bjúgun hans Dvalins afa en við hin grillað lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Lárus fótbraut sig á fyrsta degi í smalamennskum síðasta haust, þá kom vel í ljós hvað við eigum góða vini og ættingja. Allir tilbúnir að koma og hjálpa til.

4 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...