Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vor-kjúklingur á ítalska vísu – fylltur með grænmeti
Matarkrókurinn 28. maí 2018

Vor-kjúklingur á ítalska vísu – fylltur með grænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Nú þegar vorið virðist loksins vera komið til Íslands er ekki úr vegi að draga fram vorlegan kjúklingarétt sunnan frá Ítalíu. 
 
 
Kjúklingur primavera
  • Einn  kjúklingur sem búið er að klippa hrygginn úr (til að fylla og flýta fyrir eldun)
  • 2 msk. ólífuolía
  • salt
  • Ferskur svartur pipar
  • 1 tsk .ítalskt blaðkrydd
  • Einn kúrbítur,  þunnt skorinn í fallegar sneiðar
  • 3 miðlungs tómatar, helmingaðir og skornir í þunnar sneiðar 
  • 2 gular paprikur, þunnt sneiddar
  • 1/2 rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • 1 kúla ferskur mozzarella-ostur
 
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður – eða grillið. Setjið kjúkling á skurðbretti og klippið með góðum skærum bakhliðina úr (hrygginn). Aðferðin oft kölluð að fletja út. Skerið vasa í bringurnar en gætið þess að skera ekki alveg í gegn. Smyrjið með olíu og kryddið með salti, pipar og ítalska kryddinu.
 
Fyllið hvern vasa til skiptist með kúrbít, tómötum, papriku og rauðlauk.
Gott að rífa mozzarella-ost yfir. 
 
Bakið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, í um 25 mínútur. Ef nota á grill er gott að hvolfa kjúklingnum á stálbakka eða laust kökuform, þegar búið er að brúna skinnmegin – svo grænmeti detti ekki á milli grinda.
 
Framreiðið með grilluðu grænmeti og sýrðum rjóma með graslauk.
 
Döðlu-orkuboltar með ávöxtum 
 
Þessir boltabitar eru matmiklir og nógu sætir til að fá sér hollt millimál eða orku fyrir útiveru eða líkamsrækt.
 
  • 2/3 bolli (auk 1 msk. til skrauts) 
  • skeljalausar pistasíuhnetur
  • 4-6 stórar ferskar döðlur
  • 1/3 bolli tahinimauk (sesam)
  • 3 msk. hreint hlynsíróp
  • ¾ tsk. sjávarsalt
  • ¼ bolli (auk 2 msk. til skrauts) ósykrað kakóduft
  • 1 msk. ristuð sesamfræ
 
Aðferð
Setjið smjörpappír á bakka. Hakkið ? bolla pistasíuhnetur í matvinnsluvél þar til þær eru gróft hakkaðar. Setjið döðlur, tahinimauk, hlynsíróp, salt og ¼ bolla kakóduft saman við og vinnið þar til myndast kakómassi.
 
Hnoðið í tíu 30 g kúlur (hver um sig verður á stærð við borðtennisbolta) og raðið á smjörpappír. Kælið þar til þær eru orðnar stífar, eða í um 20 mínútur.
 
Á meðan þær kólna, myljið þá sesamfræ og restina (1 msk.) af pistasíuhnetum með mortéli  eða beittum hnífi – þar til þetta er orðinn fínn mulningur. Færið yfir í litla skál. Setjið það sem eftir er af kakóduftinu (2 msk.) í aðra litla skál.
 
Endurrúllið kúlurnar  þar til þær eru sléttar og kringlóttar. Dýfið helmingnum af hverjum bolta í pistasíu- og sesamfræblönduna, svo hinn helminginn í kakóduft (má velta upp úr bræddu súkkulaði fyrst).
Leggið aftur á bakkann og haldið köldu.
 
Hægt er að gera kúlurnar mánuð fram í tímann og geyma þær í lofttæmdum umbúðum í frysti.
Framreiðið með berjum og kíví.
 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...