Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vor í lofti
Fréttir 17. desember 2014

Vor í lofti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á að framleiða vörur úr eigin hráefni með það að markmiði að búa til vörur sem selja má til neytenda, aukist mikið. Í kjölfarið hafa margir farið í að koma sér upp aðstöðu til slíkrar framleiðslu.

Margir bændur hafa komið sér upp vinnsluaðstöðu á bæjunum og selja hangikjöt, pylsur og ýmiskonar önnur matvæli beint frá framleiðanda við miklar vinsældir neytenda. Sama má segja um fiskframleiðendur, margir framleiða harðfisk eða önnur matvæli úr sjávarfangi. Að koma upp slíkri vinnuaðstöðu og fá tilskilin leyfi kostar þó töluverða fjármuni og vinnu áður en hægt er að fara að framleiða matvælin.

Margir framleiðendur hafa leitað til Matís eftir aðstoð að koma upp aðstöðu sem uppfyllir kröfur til matvælaframleiðslu og við vöruþróun á þeim matvælum sem ætlunin er að framleiða. Verkefnið Vor í lofti var sett á fót á sunnanverðum Vestfjörðum á síðasta ári og er því að ljúka núna. Verkefninu var ætlað að styrkja smáframleiðendur á svæðinu til að koma upp fullvinnslu matvæla í smáum stíl og tóku alls átta aðilar þátt í verkefninu að einhverju eða öllu leyti. Verkefnið skilaði þátttakendum vel áleiðis að markmiðum þeirra og má ætla að með vaxandi ferðamannastraumi til svæðisins muni markaður fyrir slíka vöru aukast enn frekar.

Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu og Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins. Skýrsla um verkefnið hefur verið gefin út og má sjá hana hér.

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...