Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vor í lofti
Fréttir 17. desember 2014

Vor í lofti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á að framleiða vörur úr eigin hráefni með það að markmiði að búa til vörur sem selja má til neytenda, aukist mikið. Í kjölfarið hafa margir farið í að koma sér upp aðstöðu til slíkrar framleiðslu.

Margir bændur hafa komið sér upp vinnsluaðstöðu á bæjunum og selja hangikjöt, pylsur og ýmiskonar önnur matvæli beint frá framleiðanda við miklar vinsældir neytenda. Sama má segja um fiskframleiðendur, margir framleiða harðfisk eða önnur matvæli úr sjávarfangi. Að koma upp slíkri vinnuaðstöðu og fá tilskilin leyfi kostar þó töluverða fjármuni og vinnu áður en hægt er að fara að framleiða matvælin.

Margir framleiðendur hafa leitað til Matís eftir aðstoð að koma upp aðstöðu sem uppfyllir kröfur til matvælaframleiðslu og við vöruþróun á þeim matvælum sem ætlunin er að framleiða. Verkefnið Vor í lofti var sett á fót á sunnanverðum Vestfjörðum á síðasta ári og er því að ljúka núna. Verkefninu var ætlað að styrkja smáframleiðendur á svæðinu til að koma upp fullvinnslu matvæla í smáum stíl og tóku alls átta aðilar þátt í verkefninu að einhverju eða öllu leyti. Verkefnið skilaði þátttakendum vel áleiðis að markmiðum þeirra og má ætla að með vaxandi ferðamannastraumi til svæðisins muni markaður fyrir slíka vöru aukast enn frekar.

Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu og Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins. Skýrsla um verkefnið hefur verið gefin út og má sjá hana hér.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...