Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Volkswagen Touareg.
Volkswagen Touareg.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 25. mars 2015

Volkswagen Touareg: Gerir mann orðlausan af hrifningu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Sömu helgi og Búnaðarþing 2015 var sett auglýsti bílaumboðið Hekla frumsýningu á nýjum Volkswagen Touareg. Það var auðfengið að fá bílinn í prufuakstur eftir lokun á laugardeginum fram á sunnudag. 
Þessi nýja árgerð byggist á eldri árgerðunum, en töluvert breyttur á verði frá 9.380.000. Bíllinn sem ég fékk að prófa var með ýmsum aukabúnaði og kostar 11,4 milljónir.
 
Kraftmikill með V6 3,0 dísilvél, 204 hestöfl og mikil dráttargeta
 
Það hafði verið mikið að gera í Heklu í að prófa þennan bíl og þegar ég settist inn í bílinn tók það mig dágóða stund að finna réttu stillinguna á ökumannssætinu. Möguleikarnir að stilla sætið eru margir og takkarnir þrír. Þegar einhver er búinn að finna rétta stillingu fyrir sig er hægt að festa það inn í minni og er hægt að vera með þrjár mismunandi stillingar í minnunum þrem sem í boði eru. Bíllinn sem ég prófaði var með leðursæti (hef aldrei verið hrifinn af leðursætum), en sætishitarinn kom sér vel og er bráðnauðsynlegur þar sem leðursæti eru. Það var hreinn unaður að keyra bílinn, kraftmikill, stöðugur og þægilegur í alla staði að keyra. 8 þrepa sjálfskiptingin er þannig að maður finnur varla þegar bíllinn skiptir sér og þar sem skiptingin er orðin átta þrepa má Touareg draga vagn með bremsubúnaði sem er 3500 kg. 
 
Frábær drifbúnaður, snöggur af stað þrátt fyrir glæra ís
 
Í prufuakstrinum sem var um 150 km reyndi ég bílinn við ýmsar aðstæður. Spólvörnin og nýi drifbúnaðurinn vinna vel saman, en á stað þar sem hálkan var svo mikil að varla var stætt rauk bíllinn af stað og var snöggur að ná ferð (við bestu aðstæður nær bíllinn 100 km hraða á 8,7 sek). Það eina sem ég saknaði þarna í hálkunni voru naglar í dekkin, naglalausir vetrarhjólbarðar voru undir bílnum og bremsuvegalengdin var eftir því (skelfilega löng). 
 
Á vegslóða sem var frekar grófur fannst mér bíllinn fjaðra vel og þegar sett var í „utan vega“ (off road) stillingu breytist mælaborðið. Upp kemur mynd af bílnum og sýnir hversu mikið beygt er í gráðum til hægri eða vinstri, en þetta getur komið sér einkar vel þegar ekið er í snjóförum eða í klakaförum. 
 
Sniðugur útbúnaður á dráttarkróknum
 
Allt rými inni í bílnum er gott og finnst manni að hugsunin hafi verið að láta ökumann og farþegum líða vel í þessum bíl. Það eina sem ég er ósáttur við í bílnum er loftlaust varadekkið í skottinu, en þrátt fyrir áletranir á níu tungumálum um notkun á varadekkinu trúi ég að flestir hugsi að það þurfi verkfræðimenntun til að koma því undir bílinn. 
 
Það sem mér fannst frábært við bílinn var hvernig dráttarkrókurinn er falinn undir bílnum. Einn takki í skottinu losar dráttarkrókinn niður og ljós á takkanum blikkar þar til dráttarkrókurinn hefur læst sér. Sama er þegar hann er aftur settur upp eftir notkun, ýta á takkann og lásinn opnast og smá hjálp með hendinni þá er dráttarkrókurinn kominn á sinn stað (hefði viljað svona útbúnað í minn bíl), mig skortir orð til að lýsa hrifningu minni af þessum búnaði. 
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Verð 9.380.000
Vél V6 3,0l dísil - 204 hestöfl
Hæð 1.709 mm
Breidd 1.940 mm
Lengd 4.801 mm

 

6 myndir:

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...