Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Volkswagen Touareg.
Volkswagen Touareg.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 25. mars 2015

Volkswagen Touareg: Gerir mann orðlausan af hrifningu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Sömu helgi og Búnaðarþing 2015 var sett auglýsti bílaumboðið Hekla frumsýningu á nýjum Volkswagen Touareg. Það var auðfengið að fá bílinn í prufuakstur eftir lokun á laugardeginum fram á sunnudag. 
Þessi nýja árgerð byggist á eldri árgerðunum, en töluvert breyttur á verði frá 9.380.000. Bíllinn sem ég fékk að prófa var með ýmsum aukabúnaði og kostar 11,4 milljónir.
 
Kraftmikill með V6 3,0 dísilvél, 204 hestöfl og mikil dráttargeta
 
Það hafði verið mikið að gera í Heklu í að prófa þennan bíl og þegar ég settist inn í bílinn tók það mig dágóða stund að finna réttu stillinguna á ökumannssætinu. Möguleikarnir að stilla sætið eru margir og takkarnir þrír. Þegar einhver er búinn að finna rétta stillingu fyrir sig er hægt að festa það inn í minni og er hægt að vera með þrjár mismunandi stillingar í minnunum þrem sem í boði eru. Bíllinn sem ég prófaði var með leðursæti (hef aldrei verið hrifinn af leðursætum), en sætishitarinn kom sér vel og er bráðnauðsynlegur þar sem leðursæti eru. Það var hreinn unaður að keyra bílinn, kraftmikill, stöðugur og þægilegur í alla staði að keyra. 8 þrepa sjálfskiptingin er þannig að maður finnur varla þegar bíllinn skiptir sér og þar sem skiptingin er orðin átta þrepa má Touareg draga vagn með bremsubúnaði sem er 3500 kg. 
 
Frábær drifbúnaður, snöggur af stað þrátt fyrir glæra ís
 
Í prufuakstrinum sem var um 150 km reyndi ég bílinn við ýmsar aðstæður. Spólvörnin og nýi drifbúnaðurinn vinna vel saman, en á stað þar sem hálkan var svo mikil að varla var stætt rauk bíllinn af stað og var snöggur að ná ferð (við bestu aðstæður nær bíllinn 100 km hraða á 8,7 sek). Það eina sem ég saknaði þarna í hálkunni voru naglar í dekkin, naglalausir vetrarhjólbarðar voru undir bílnum og bremsuvegalengdin var eftir því (skelfilega löng). 
 
Á vegslóða sem var frekar grófur fannst mér bíllinn fjaðra vel og þegar sett var í „utan vega“ (off road) stillingu breytist mælaborðið. Upp kemur mynd af bílnum og sýnir hversu mikið beygt er í gráðum til hægri eða vinstri, en þetta getur komið sér einkar vel þegar ekið er í snjóförum eða í klakaförum. 
 
Sniðugur útbúnaður á dráttarkróknum
 
Allt rými inni í bílnum er gott og finnst manni að hugsunin hafi verið að láta ökumann og farþegum líða vel í þessum bíl. Það eina sem ég er ósáttur við í bílnum er loftlaust varadekkið í skottinu, en þrátt fyrir áletranir á níu tungumálum um notkun á varadekkinu trúi ég að flestir hugsi að það þurfi verkfræðimenntun til að koma því undir bílinn. 
 
Það sem mér fannst frábært við bílinn var hvernig dráttarkrókurinn er falinn undir bílnum. Einn takki í skottinu losar dráttarkrókinn niður og ljós á takkanum blikkar þar til dráttarkrókurinn hefur læst sér. Sama er þegar hann er aftur settur upp eftir notkun, ýta á takkann og lásinn opnast og smá hjálp með hendinni þá er dráttarkrókurinn kominn á sinn stað (hefði viljað svona útbúnað í minn bíl), mig skortir orð til að lýsa hrifningu minni af þessum búnaði. 
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Verð 9.380.000
Vél V6 3,0l dísil - 204 hestöfl
Hæð 1.709 mm
Breidd 1.940 mm
Lengd 4.801 mm

 

6 myndir:

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...