Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi
Fréttir 4. apríl 2016

Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hópur um­hverfisvöktunar á jörðinni (The Group on Earth Observations) hafa kynnt gangsetningu forvarnarvöktunar (Early Warning Crop Monitor). Er því ætlað að berjast fyrir fæðuöryggi á jörðinni. Var þetta tilkynnt þegar fulltrúar helstu iðnríkja heims héldu fund GEO 36 í Genf 8.–9. mars.
 
Vöktunarkerfið er þróað af alheims land­búnaðar­vökt­uninni „GEO Global Agricultural Monitoring Initiative (GEOGLAM)“. Er það stutt af landbúnaðarráðherrum G-20 ríkjanna. Mun uppskeruvöktunin „Early Warning Crop Monitor (ECWM)“ veita upplýsingar inn í kerfið af stöðu uppskeru í heiminum. Einnig veita upplýsingar um ef hætta er á fæðuóöryggi í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Mið-Austurlöndum sem og í Mið- og Suðaustur-Asíu. Samkvæmt frétt ECWM í byrjun mars er víða hætta á miklum þurrkum og uppskerubresti vegna El Niño. Á það bæði við ríki í Suðaustur-Asíu og enn frekar í sunnanverðri Afríku. 
 
Mun Early Warning Crop Monitor ásamt GEOGLAM Crop Monitor annast eftirlit fyrir upplýsingaþjónustu landbúnaðarvörumarkaðarins (AMIS). Verður stöðugt fylgst með stöðu landbúnaðarmála og uppskeru í 124 löndum. Það spannar yfir 94% af öllu ræktarlandi heims. UM 40 stofnanir og samtök á heimsvísu munu styðja við þessa framkvæmd, en gefnar verða út mánaðarlegar úttektir.  

Skylt efni: fæðuöryggi | GEO

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...